Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?

Einar Bjarki Gunnarsson

Ætla má að spyrjandi hafi ekki í huga að sjóða egg með þessari aðferð, heldur sé spurningin frekar hugsuð sem heilabrot. Í svarinu verður þess vegna gengið út frá eftirfarandi:

  • Sandurinn í stundaglösunum rennur alltaf niður með sama hraða.
  • Hægt er að snúa stundaglösunum við „óendanlega hratt“, án þess að nokkur tími líði.

Hér fyrir neðan fylgir lausn á gátunni og þeir sem vilja spreyta sig á henni ættu því að gera það núna, áður en lengra er haldið.

Hvernig er hægt að sjóða egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?

Til aðgreiningar skulum við láta A tákna stundaglasið sem mælir 4 mínútur og B tákna stundaglasið sem mælir 7 mínútur, eins og myndin að neðan sýnir.



Nú verður útskýrt hvernig hægt er að nota glösin tvö til að mæla nákvæmlega níu mínútur.

Mælingin hefst á því að stundaglösunum er snúið við samtímis. Fjórum mínútum síðar hefur allur sandurinn runnið niður í glasi A og á því augnabliki er glasi A snúið aftur við.



Þremur mínútum síðar, þegar alls eru liðnar sjö mínútur frá upphafi mælingarinnar, kemur upp staðan á myndinni að ofan: Sandurinn hefur runnið niður í glasi B, en ein mínúta er þangað til það gerist í glasi A. Á þessu augnabliki snúum við glasi B við.



Mínútu síðar, þegar alls eru liðnar átta mínútur frá upphafi mælingarinnar, kemur upp staðan á myndinni að ofan. Þá hefur sandurinn runnið niður í glasi A, en á botni glass B er sandur sem samsvarar einnar mínútu rennsli. Á þessu augnabliki snúum við glasi B aftur við.



Mínútu síðar hefur sandurinn runnið niður í glasi B, eins og myndin að ofan sýnir, og þá hafa liðið nákvæmlega níu mínútur frá upphafi mælingarinnar.

Þannig hefur okkur tekist að nota stundaglösin tvö til að mæla nákvæmlega níu mínútur.

Myndir:

Höfundur

Einar Bjarki Gunnarsson

nýdoktor í stærðfræði

Útgáfudagur

14.2.2012

Spyrjandi

Aldís Embla Björnsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Einar Bjarki Gunnarsson. „Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61900.

Einar Bjarki Gunnarsson. (2012, 14. febrúar). Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61900

Einar Bjarki Gunnarsson. „Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61900>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?
Ætla má að spyrjandi hafi ekki í huga að sjóða egg með þessari aðferð, heldur sé spurningin frekar hugsuð sem heilabrot. Í svarinu verður þess vegna gengið út frá eftirfarandi:

  • Sandurinn í stundaglösunum rennur alltaf niður með sama hraða.
  • Hægt er að snúa stundaglösunum við „óendanlega hratt“, án þess að nokkur tími líði.

Hér fyrir neðan fylgir lausn á gátunni og þeir sem vilja spreyta sig á henni ættu því að gera það núna, áður en lengra er haldið.

Hvernig er hægt að sjóða egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?

Til aðgreiningar skulum við láta A tákna stundaglasið sem mælir 4 mínútur og B tákna stundaglasið sem mælir 7 mínútur, eins og myndin að neðan sýnir.



Nú verður útskýrt hvernig hægt er að nota glösin tvö til að mæla nákvæmlega níu mínútur.

Mælingin hefst á því að stundaglösunum er snúið við samtímis. Fjórum mínútum síðar hefur allur sandurinn runnið niður í glasi A og á því augnabliki er glasi A snúið aftur við.



Þremur mínútum síðar, þegar alls eru liðnar sjö mínútur frá upphafi mælingarinnar, kemur upp staðan á myndinni að ofan: Sandurinn hefur runnið niður í glasi B, en ein mínúta er þangað til það gerist í glasi A. Á þessu augnabliki snúum við glasi B við.



Mínútu síðar, þegar alls eru liðnar átta mínútur frá upphafi mælingarinnar, kemur upp staðan á myndinni að ofan. Þá hefur sandurinn runnið niður í glasi A, en á botni glass B er sandur sem samsvarar einnar mínútu rennsli. Á þessu augnabliki snúum við glasi B aftur við.



Mínútu síðar hefur sandurinn runnið niður í glasi B, eins og myndin að ofan sýnir, og þá hafa liðið nákvæmlega níu mínútur frá upphafi mælingarinnar.

Þannig hefur okkur tekist að nota stundaglösin tvö til að mæla nákvæmlega níu mínútur.

Myndir:...