Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?

Trausti Jónsson

Það getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt en það er sjaldgæft. Til að svara spurningunni verðum við fyrst að ákveða hvaða sunnanáttir á að telja. Stundum hagar til dæmis þannig til að Reykjavík er í skjóli Esjunnar þegar norðanátt er ríkjandi á Vesturlandi. Átt getur þá verið breytileg á höfuðborgarsvæðinu og andar jafnvel af suðri. Í slíkri „platsunnanátt“ er alloft léttskýjað í Reykjavík.Það er sjaldgæft að það sé léttskýjað í sunnanátt í Reykjavík.

Við skulum telja að sunnanátt sé ef vindstefnan er á bilinu 160° til 200° réttvísandi. Frá 1949 til 2006 hefur sunnanátt verið í Reykjavík á 26.780 athugunartímum, en athugað er á 3 klukkustunda fresti allan sólarhringinn. Þar af var léttskýjað 2.129 sinnum eða í nærri 8% sunnanáttartilvika, en talið er léttskýjað ef skýjahulan er minni en 3/8 hlutar.

Í nærri helmingi sunnanáttartilvikanna er vindur hægur, það er minni en 6 m/s. Sé aðeins litið á tilvik þegar vindur var meiri en 6 m/s fækkar sunnanáttarathugunum niður í 12.091. Af þeim er aðeins léttskýjað í 216 skipti, eða í um það bil 1,8% tilvika og sé vindur 10 m/s eða meiri fækkar léttskýjuðum athugunum niður í 1,2%.

Af þessu má sjá að lítil von er um léttskýjað veður í Reykjavík í sunnanátt.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör bæði um ský og vind, til dæmis:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

19.9.2006

Spyrjandi

Jóhann Gizurarson

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?“ Vísindavefurinn, 19. september 2006. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6195.

Trausti Jónsson. (2006, 19. september). Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6195

Trausti Jónsson. „Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2006. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6195>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?
Það getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt en það er sjaldgæft. Til að svara spurningunni verðum við fyrst að ákveða hvaða sunnanáttir á að telja. Stundum hagar til dæmis þannig til að Reykjavík er í skjóli Esjunnar þegar norðanátt er ríkjandi á Vesturlandi. Átt getur þá verið breytileg á höfuðborgarsvæðinu og andar jafnvel af suðri. Í slíkri „platsunnanátt“ er alloft léttskýjað í Reykjavík.Það er sjaldgæft að það sé léttskýjað í sunnanátt í Reykjavík.

Við skulum telja að sunnanátt sé ef vindstefnan er á bilinu 160° til 200° réttvísandi. Frá 1949 til 2006 hefur sunnanátt verið í Reykjavík á 26.780 athugunartímum, en athugað er á 3 klukkustunda fresti allan sólarhringinn. Þar af var léttskýjað 2.129 sinnum eða í nærri 8% sunnanáttartilvika, en talið er léttskýjað ef skýjahulan er minni en 3/8 hlutar.

Í nærri helmingi sunnanáttartilvikanna er vindur hægur, það er minni en 6 m/s. Sé aðeins litið á tilvik þegar vindur var meiri en 6 m/s fækkar sunnanáttarathugunum niður í 12.091. Af þeim er aðeins léttskýjað í 216 skipti, eða í um það bil 1,8% tilvika og sé vindur 10 m/s eða meiri fækkar léttskýjuðum athugunum niður í 1,2%.

Af þessu má sjá að lítil von er um léttskýjað veður í Reykjavík í sunnanátt.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör bæði um ský og vind, til dæmis:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...