Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Í hnotskurn er svarið við þessari spurningu: Allir menn, að minnsta kosti allir sem eru af evrópsku bergi brotnir.

Karl mikli Frankakonungur og síðar rómverskur keisari, öðru nafni Karlamagnús (Charlemagne), var uppi 742-814. Hann átti mörg börn, bæði skilgetin og óskilgetin, og veldi hans stóð víða um Evrópu. Frá því að hann komst á fullorðinsár eru liðin um 1230 ár. Ætla má að meðaltali að um þessar mundir sé að fæðast 41. kynslóðin frá honum talið. Ef hann sjálfur og allir frjóir afkomendur hans hefðu átt að meðaltali 2 frjó börn hver, sem er lágmarksáætlun, og ættir kæmu aldrei saman aftur, þá væri fertugasta kynslóðin frá honum um það bil ein billjón manna eða þúsund milljarðar. Það er miklu hærri tala en heildarmannfjöldinn á jörðinni sem er núna rúmir 6 milljarðar. Líklegast er því að meirihluti jarðarbúa sé kominn af Karlamagnúsi, hver einstaklingur á fjölmarga vegu. Það á örugglega við um alla Evrópubúa og það fólk af kynstofni þeirra sem byggir nú aðrar heimsálfur.

Á Vísindavefnum hafa birst tvö svör við spurningunni Hvernig er hægt að sanna að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni? Slíkar spurningar um afkomendur tiltekins manns úr fjarlægri fortíð má nálgast á tvo vegu. Annars vegar er hægt að áætla hversu margir afkomendur mannsins eru núna og hins vegar má reikna út hve marga áa (forfeður og formæður) einhver nútímamaður hefur átt á þeim tíma sem hin sögulega persóna var uppi.

Þegar fyrri aðferðinni er beitt þurfa menn að gefa sér einhverja forsendu um það hversu mörg frjó börn afkomendur ættföðurins eða –móðurinnar hafi átt að meðaltali. Í stofni með tvíkynja æxlun og fastri stærð er þessi tala að meðaltali tveir fyrir allan stofninn: Ef hver einstaklingur í stofninum á að meðaltali tvö börn helst stofninn við. Þeir einstaklingar sem eru á annað borð frjóir og eiga börn hljóta þó að eiga talsvert fleiri börn. Og ef stofninn í heild er að stækka hlýtur meðaltalið að vera enn hærra. Við sjáum því að talan sem nefnd er í fyrstu efnisgreininni hér á undan, tvö börn að meðaltali á hvern frjóan afkomanda, er alger lágmarkstala.

Helsti skekkjuvaldurinn gagnvart þessari tölu er sá að fyrstu ættliðir gætu brugðist þannig að ættin dæi út. Slíkt er hins vegar ekki fyrir hendi þegar vitað er að viðkomandi einstaklingur átti mörg börn og þau aftur mörg börn, samanber til dæmis bæði Jón Arason og Karlamagnús. Ættstofninn hefur þá verið kominn í stærðarþrepið 100 einstaklingar í þriðja ættlið (barnabarnabörn eða langafa/langömmubörn). Þar með hefur hann náð þeirri stærð sem þarf til að tryggja framhaldið því að afar ólíklegt er að slíkur fjöldi tiltekinna einstaklinga geti með einhverju móti þurrkast út úr stofninum í einu lagi.

Seinni aðferðin, að telja áana, er öruggari að því leyti að við vitum fyrir víst að hver einstaklingur á tvo foreldra. Fjöldi áa tvöfaldast þess vegna án efa með hverri kynslóð sem farið er aftur í tímann. Einhverjir koma að vísu fyrir oftar en einu sinni þó að þeim fjölgi hægt fyrst í stað, einkum þó ef reglur um giftingu skyldmenna eru strangar.

Ef engar endurtekningar kæmu fyrir hefði hver einstaklingur sem fæðist um þessar mundir átt um það bil eina billjón áa á tímum Karlamagnúsar. Þessi risastóra tala táknar fjölda sæta í ættartölu hans eða ættartré í fertugustu kynslóð héðan í frá aftur í tímann. En með því að mannkynið var ekki ein billjón manns á þessum tíma heldur rúmlega 2 hundruð milljónir er ljóst að langflestir, sem hafa á annað borð átt umtalsverðan fjölda afkomenda á þessum tíma, koma fyrir margoft, í mörgum tilvikum þúsund til milljón sinnum, í ættartölu hvers okkar.

Fróðleikskorn um Karlamagnús: Sem konungur Frakka, lagði Karlamagnús undir sig Lombard konungsríkið í Ítalíu, kúgaði Saxa, bætti Bavaríu við ríki sitt og hélt uppi mikilli herferð á Spáni og Ungverjalandi. Fyrir utan konungsríki Asturía á Spáni, suður Ítaliu og Bretlandseyjar, sameinaði hann í eitt stórveldi öll kristin ríki Vestur-Evrópu. Árið 800 tók hann sér keisaratign. Hann er þekktur sem Karl fyrsti keisari rómverska heimsveldisins og einnig sem Karl fyrsti Frakklandskonungur. Auk þess að auka stjórnmálalegt veldi sitt, stóð hann fyrir menningarlegri endurreisn í heimsveldi sínu. Þó að heimsveldi hans hafi aðeins lifað eina kynslóð eftir dauða hans, erfðu konungsríki Frakklands og Þýskaland stjórnarskrárhefðir einveldis Karlamagnúsar. Á miðöldum Evrópu var Karlamagnús álitinn fyrirmynd hins kristna konungs og keisara. (HB)

Heimildir: Britannica.com

Mynd fengin af vefsetri Þjóðbókasafns Frakklands

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.7.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=620.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 5. júlí). Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=620

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=620>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?
Í hnotskurn er svarið við þessari spurningu: Allir menn, að minnsta kosti allir sem eru af evrópsku bergi brotnir.

Karl mikli Frankakonungur og síðar rómverskur keisari, öðru nafni Karlamagnús (Charlemagne), var uppi 742-814. Hann átti mörg börn, bæði skilgetin og óskilgetin, og veldi hans stóð víða um Evrópu. Frá því að hann komst á fullorðinsár eru liðin um 1230 ár. Ætla má að meðaltali að um þessar mundir sé að fæðast 41. kynslóðin frá honum talið. Ef hann sjálfur og allir frjóir afkomendur hans hefðu átt að meðaltali 2 frjó börn hver, sem er lágmarksáætlun, og ættir kæmu aldrei saman aftur, þá væri fertugasta kynslóðin frá honum um það bil ein billjón manna eða þúsund milljarðar. Það er miklu hærri tala en heildarmannfjöldinn á jörðinni sem er núna rúmir 6 milljarðar. Líklegast er því að meirihluti jarðarbúa sé kominn af Karlamagnúsi, hver einstaklingur á fjölmarga vegu. Það á örugglega við um alla Evrópubúa og það fólk af kynstofni þeirra sem byggir nú aðrar heimsálfur.

Á Vísindavefnum hafa birst tvö svör við spurningunni Hvernig er hægt að sanna að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni? Slíkar spurningar um afkomendur tiltekins manns úr fjarlægri fortíð má nálgast á tvo vegu. Annars vegar er hægt að áætla hversu margir afkomendur mannsins eru núna og hins vegar má reikna út hve marga áa (forfeður og formæður) einhver nútímamaður hefur átt á þeim tíma sem hin sögulega persóna var uppi.

Þegar fyrri aðferðinni er beitt þurfa menn að gefa sér einhverja forsendu um það hversu mörg frjó börn afkomendur ættföðurins eða –móðurinnar hafi átt að meðaltali. Í stofni með tvíkynja æxlun og fastri stærð er þessi tala að meðaltali tveir fyrir allan stofninn: Ef hver einstaklingur í stofninum á að meðaltali tvö börn helst stofninn við. Þeir einstaklingar sem eru á annað borð frjóir og eiga börn hljóta þó að eiga talsvert fleiri börn. Og ef stofninn í heild er að stækka hlýtur meðaltalið að vera enn hærra. Við sjáum því að talan sem nefnd er í fyrstu efnisgreininni hér á undan, tvö börn að meðaltali á hvern frjóan afkomanda, er alger lágmarkstala.

Helsti skekkjuvaldurinn gagnvart þessari tölu er sá að fyrstu ættliðir gætu brugðist þannig að ættin dæi út. Slíkt er hins vegar ekki fyrir hendi þegar vitað er að viðkomandi einstaklingur átti mörg börn og þau aftur mörg börn, samanber til dæmis bæði Jón Arason og Karlamagnús. Ættstofninn hefur þá verið kominn í stærðarþrepið 100 einstaklingar í þriðja ættlið (barnabarnabörn eða langafa/langömmubörn). Þar með hefur hann náð þeirri stærð sem þarf til að tryggja framhaldið því að afar ólíklegt er að slíkur fjöldi tiltekinna einstaklinga geti með einhverju móti þurrkast út úr stofninum í einu lagi.

Seinni aðferðin, að telja áana, er öruggari að því leyti að við vitum fyrir víst að hver einstaklingur á tvo foreldra. Fjöldi áa tvöfaldast þess vegna án efa með hverri kynslóð sem farið er aftur í tímann. Einhverjir koma að vísu fyrir oftar en einu sinni þó að þeim fjölgi hægt fyrst í stað, einkum þó ef reglur um giftingu skyldmenna eru strangar.

Ef engar endurtekningar kæmu fyrir hefði hver einstaklingur sem fæðist um þessar mundir átt um það bil eina billjón áa á tímum Karlamagnúsar. Þessi risastóra tala táknar fjölda sæta í ættartölu hans eða ættartré í fertugustu kynslóð héðan í frá aftur í tímann. En með því að mannkynið var ekki ein billjón manns á þessum tíma heldur rúmlega 2 hundruð milljónir er ljóst að langflestir, sem hafa á annað borð átt umtalsverðan fjölda afkomenda á þessum tíma, koma fyrir margoft, í mörgum tilvikum þúsund til milljón sinnum, í ættartölu hvers okkar.

Fróðleikskorn um Karlamagnús: Sem konungur Frakka, lagði Karlamagnús undir sig Lombard konungsríkið í Ítalíu, kúgaði Saxa, bætti Bavaríu við ríki sitt og hélt uppi mikilli herferð á Spáni og Ungverjalandi. Fyrir utan konungsríki Asturía á Spáni, suður Ítaliu og Bretlandseyjar, sameinaði hann í eitt stórveldi öll kristin ríki Vestur-Evrópu. Árið 800 tók hann sér keisaratign. Hann er þekktur sem Karl fyrsti keisari rómverska heimsveldisins og einnig sem Karl fyrsti Frakklandskonungur. Auk þess að auka stjórnmálalegt veldi sitt, stóð hann fyrir menningarlegri endurreisn í heimsveldi sínu. Þó að heimsveldi hans hafi aðeins lifað eina kynslóð eftir dauða hans, erfðu konungsríki Frakklands og Þýskaland stjórnarskrárhefðir einveldis Karlamagnúsar. Á miðöldum Evrópu var Karlamagnús álitinn fyrirmynd hins kristna konungs og keisara. (HB)

Heimildir: Britannica.com

Mynd fengin af vefsetri Þjóðbókasafns Frakklands...