Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Austfjarðaþoka?

Trausti Jónsson

Í veðurskeytum er talað um þoku sé skyggni innan við einn km, en jafnframt úrkomulaust og hvorki skafrenningur né sandfok. Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka.

Austur-Íslandsstraumurinn er tunga af köldum sjó sem liggur til suðurs meðfram Austurlandi, allt frá Langanesi suður undir Lón. Þessi tunga er árið um kring kaldari en sjórinn fyrir austan hana og sunnan. Nokkurn hluta ársins er hún einnig kaldari en landið vestan við.

Í eðli sínu flokkast Austfjarðaþokan sem svokölluð aðstreymisþoka sem verður til þegar rakt loft streymir yfir kalt yfirborð lands eða sjávar. Aðstreymisþoka er mjög algeng hér við land að vetrarlagi þegar hlýtt loft sunnan úr höfum streymir hingað norður yfir kaldari sjó eða þegar fremur milt loft af sjó streymir inn á kalt land.

Aðstreymisþoka liggur oft yfir sjónum umhverfis landið á sumrum, sérstaklega þó norður og austur af landinu. Algengast er það þegar hægir vindar bera hlýrra loft úr austri eða norðaustri úr Noregshafi yfir Austur-Íslandsstrauminn.



Sömuleiðis getur þoka myndast þegar hlýtt loft blæs frá Íslandi út á sjó og kólnar að neðan. Loft sem er upprunnið yfir landi er þó að öðru jöfnu mun þurrara en sjávarloftið og því þarf mikinn hitamun lofts og sjávar til að þoka myndist þegar um landloft er að ræða. Þokan er þá oftast þunn og getur verið eins og reykur yfir sjónum, en að öðru leyti er glaðasólskin. Algengt er að slíka þoku leggi inn Húnaflóa og suður með Austfjörðum og sést stundum á höfuðborgarsvæðinu að sumarlagi.

Meginhluta ársins er sjór við Ísland heldur hlýrri en loftið yfir honum. Í miklum sunnanáttum að vetri getur þetta þó snúist við og yfir hásumarið er sjórinn oftast ívið kaldari en loftið við landið. Þetta tímabil er lengst hérlendis á annesjum austanlands, þar sem sjór er kaldastur við landið. Þokan er því þrálátari við Austurland en annars staðar.

Inni á fjörðum á Austurlandi, til dæmis við innanverðan Reyðarfjörð og á Seyðisfirði, er þoka hins vegar ekki algengari en víða um landið sunnanvert. Því á alhæfing um þokubrælu á Austfjörðum ekki alveg rétt á sér, hún er meira viðloðandi á annesjum og úti fyrir heldur en á fjörðunum sjálfum.

Lóðrétt þykkt Austfjarðaþokunnar er mjög misjöfn og er hún mun þynnri standi vindur af landi en af sjó. Sé vindur mikill verður það loftlag sem sjórinn kælir mjög þykkt og þá er algengt að þokan lyfti sér og verði að þokuskýjabreiðu.

Mynd: The Weather Doctor

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

21.9.2006

Spyrjandi

Ágúst Bjarki Davíðsson, f. 1994

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað er Austfjarðaþoka?“ Vísindavefurinn, 21. september 2006, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6200.

Trausti Jónsson. (2006, 21. september). Hvað er Austfjarðaþoka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6200

Trausti Jónsson. „Hvað er Austfjarðaþoka?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2006. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6200>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Austfjarðaþoka?
Í veðurskeytum er talað um þoku sé skyggni innan við einn km, en jafnframt úrkomulaust og hvorki skafrenningur né sandfok. Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka.

Austur-Íslandsstraumurinn er tunga af köldum sjó sem liggur til suðurs meðfram Austurlandi, allt frá Langanesi suður undir Lón. Þessi tunga er árið um kring kaldari en sjórinn fyrir austan hana og sunnan. Nokkurn hluta ársins er hún einnig kaldari en landið vestan við.

Í eðli sínu flokkast Austfjarðaþokan sem svokölluð aðstreymisþoka sem verður til þegar rakt loft streymir yfir kalt yfirborð lands eða sjávar. Aðstreymisþoka er mjög algeng hér við land að vetrarlagi þegar hlýtt loft sunnan úr höfum streymir hingað norður yfir kaldari sjó eða þegar fremur milt loft af sjó streymir inn á kalt land.

Aðstreymisþoka liggur oft yfir sjónum umhverfis landið á sumrum, sérstaklega þó norður og austur af landinu. Algengast er það þegar hægir vindar bera hlýrra loft úr austri eða norðaustri úr Noregshafi yfir Austur-Íslandsstrauminn.



Sömuleiðis getur þoka myndast þegar hlýtt loft blæs frá Íslandi út á sjó og kólnar að neðan. Loft sem er upprunnið yfir landi er þó að öðru jöfnu mun þurrara en sjávarloftið og því þarf mikinn hitamun lofts og sjávar til að þoka myndist þegar um landloft er að ræða. Þokan er þá oftast þunn og getur verið eins og reykur yfir sjónum, en að öðru leyti er glaðasólskin. Algengt er að slíka þoku leggi inn Húnaflóa og suður með Austfjörðum og sést stundum á höfuðborgarsvæðinu að sumarlagi.

Meginhluta ársins er sjór við Ísland heldur hlýrri en loftið yfir honum. Í miklum sunnanáttum að vetri getur þetta þó snúist við og yfir hásumarið er sjórinn oftast ívið kaldari en loftið við landið. Þetta tímabil er lengst hérlendis á annesjum austanlands, þar sem sjór er kaldastur við landið. Þokan er því þrálátari við Austurland en annars staðar.

Inni á fjörðum á Austurlandi, til dæmis við innanverðan Reyðarfjörð og á Seyðisfirði, er þoka hins vegar ekki algengari en víða um landið sunnanvert. Því á alhæfing um þokubrælu á Austfjörðum ekki alveg rétt á sér, hún er meira viðloðandi á annesjum og úti fyrir heldur en á fjörðunum sjálfum.

Lóðrétt þykkt Austfjarðaþokunnar er mjög misjöfn og er hún mun þynnri standi vindur af landi en af sjó. Sé vindur mikill verður það loftlag sem sjórinn kælir mjög þykkt og þá er algengt að þokan lyfti sér og verði að þokuskýjabreiðu.

Mynd: The Weather Doctor...