Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið heimur kemur fyrir í nokkrum orðtökum þar sem fyrir koma tveir heimar. Fyrir utan þau sem nefnd eru í fyrirspurninni eru til dæmis vera milli heims og Heljar, vera milli tveggja heima og vita hvorki í þennan heim né annan.
Hugmyndin er rakin til þeirrar fornu trúar að við dauðann komist menn í eitthvert millibilsástand milli þessa veraldlega heims og þess heims sem bíður hins látna. Um dauðvona mann eða mikið veikan er til dæmis sagt að hann sé milli heims og Heljar, það er honum er vart hugað líf, hann er nánast farinn úr þessum heimi en ekki kominn yfir til Heljar. Þetta orðasamband var notað strax í fornu máli þegar menn trúðu enn á Hel og hennar heim.
Sama hugmynd kemur fram í orðasamböndunum að vita hvorki í þennan heim né annan ‘vera ruglaður af drykkju, vera rænulítill vegna til dæmis veikinda’, að vera milli tveggja heima ‘vera utan við sig’ og þessa heims og annars.
Að sýna einhverjum í tvo heimana er notað sem ógnun, til dæmis ,,Ég skal aldeilis sýna þér í tvo heimana, góði.“ Einhverjum er þarna hótað svo miklu líkamlegu ofbeldi að hann lendi milli hins veraldlega heims og heims hinna látnu, það er í millibilsástandinu sem menn trúðu á.
Guðrún Kvaran. „Hvaða heima er átt við í orðasamböndunum "þessa heims og annars" og að "sýna einhverjum í tvo heimana"?“ Vísindavefurinn, 26. september 2006, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6209.
Guðrún Kvaran. (2006, 26. september). Hvaða heima er átt við í orðasamböndunum "þessa heims og annars" og að "sýna einhverjum í tvo heimana"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6209
Guðrún Kvaran. „Hvaða heima er átt við í orðasamböndunum "þessa heims og annars" og að "sýna einhverjum í tvo heimana"?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2006. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6209>.