Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig urðu siðareglur til?

Vilhjálmur Árnason

Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim sé óhugsandi. Án siðareglna væri hver maður öðrum úlfur, enda gilti þá frumskógarlögmálið eitt.

Í riti sínu, Leviathan, reyndi Hobbes að gera sér í hugarlund það ástand sem myndi ríkja manna í milli ef allt það sem siðmenningu tilheyrir væri sett til hliðar og óbeisluð náttúruöfl mannsins réðu ein ferðinni. Hobbes lítur svo á, að sérgæska og sjálfsbjargarviðleitni séu allsráðandi þættir í fari mannsins; hver er sjálfum sér næstur og reynir það eitt að fullnægja eigin löngunum eins og náttúran býður honum.

Í því „náttúrlega ástandi" sem Hobbes reyndi að lýsa, eftir að hafa hugsað burt menninguna, ræður náttúrurétturinn einn ríkjum. Þessi „réttur", ef rétt skyldi kalla, felst einfaldlega í þeirri staðreynd að allir hafa óskorað frelsi til þess að beita öllum tiltækum ráðum í því skyni að viðhalda lífi sínu. Þetta frelsi gerir stöðu allra jafna, því þótt hinir sterku neyti aflsmunar þá geta þeir veiku jafnað metin með undirferli. Hobbes segir afl og undirferli vera einu „dygðirnar" í náttúrlegu ástandi. Þar eð ekki er nóg til handa öllum einkennist líf manna af taumlausri samkeppni um gæði og enginn getur verið óhultur um líf sitt. Náttúrlegt ástand sem lýtur engum siðareglum er því eins konar stríðsástand gerræðis og ofbeldis. Hobbes komst þannig að orði að í náttúrlegu ástandi væri líf manna „einmanalegt, fátæklegt, andstyggilegt, grimmilegt og stutt".

En hinn stöðugi ótti við dauðann felur í sér frjókorn skynseminnar. Það rennur smám saman upp fyrir mönnum að náttúrurétturinn stendur í raun allri sjálfsbjargarviðleitni fyrir þrifum. Þeir sjá að það er hyggilegast að semja frið og ganga undir sáttmála þar sem kveðið er á um að hver og einn afsali sér „náttúruréttinum" í hendur sameiginlegs valdhafa gegn því að allir aðrir geri slíkt hið sama. Ríkið er því afsprengi þjóðfélagssáttmálans, tilbúningur manna í því skyni að tryggja eigin varðveislu með friði og borgaralegu öryggi. Ríkishugtakið felur hér í sér bæði samfélagið með reglum um mannlega breytni og ríkisvaldið sem sér til þess að hegnt sé fyrir brot á þessum reglum.

Hobbes kallar grundvallarsiðareglur náttúrulög og segir þau vera boð skynseminnar um að gera það sem stuðlar að eigin varðveislu, enda leiði þau röklega af sjálfsbjargarviðleitni mannsins. Hobbes segir að inntaki náttúrulaganna sé best lýst með gullnu reglunni þegar hún er orðuð neikvætt: „Gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér." Fyrsta regla þeirra er: „Leitaðu friðar og haltu hann". Hlýðni við náttúrulögin er því forsenda þess að menn geti búið saman í samfélagi og sá sem brýtur gegn þeim segir sig í raun úr lögum við aðra menn. Slíkir menn eru óalandi og óferjandi í mannlegu samfélagi og voru því áður fyrr gerðir útlægir.

Orð Þorgeirs Ljósvetningagoða „Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn", minna því á þessa hugmynd Hobbes. En íslenska þjóðveldið var samfélag án ríkisvalds og skorti þær stofnanir sem Hobbes áleit nauðsynlegar til þess að halda uppi lögum og reglu. Hann taldi að lagaveldi dygði engan veginn til að halda mönnum í skefjum og tryggja félagslegt öryggi. Þegar allt kemur til alls ástunda menn löghlýðni og réttlæti einkum vegna þess að við lögbrotum eru ströng viðurlög og ríkið hefur vald til þess að framfylgja þeim. Þess vegna sjá þeir líka að það er hyggilegast að hlíta reglunum, þeir græða mest á því sjálfir. Þannig verður eigingirnin sem leiddi til eyðileggingar og dauða í náttúrlegu ástandi að siðferðilegum hyggindum í mannlegu samfélagi.

Siðareglur urðu því til vegna þess að mönnum er nauðsyn á því að samskipti þeirra geti gengið friðsamlega fyrir sig. Þau eru leikreglur sem menn sjá að hyggilegt er að halda til þess að tryggja eigin afkomu. Þótt þær komi ef til vill í veg fyrir að einstaklingur nái að fullnægja tiltekinni löngun á tilteknum tíma, þá þjóna þær hagsmunum hvers og eins til lengri tíma litið. Að þessu leyti eru siðareglur eins og umferðarreglur; þær koma skikkan á umferðina sem gerir mér kleift að komast leiðar minnar þótt það geti skaðað stundarhagsmuni mína að bíða á rauðu ljósi þegar mikið liggur við.

Stundum eru samskipti manna á alþjóðavettvangi höfð til marks um ágæti kenningar Hobbes. Þótt alþjóðlegar reglur og samþykktir séu í gildi, þá eru þær oft þverbrotnar vegna þess að ekkert alþjóðlegt yfirvald er til að framfylgja þeim.

Ábendingar um lesefni:

Thomas Hobbes, Leviathan, útg. Michael Oakeshott. London: Collier-Macmillan 1962.

Richard Tuck, Hobbes. Past Masters. New York: Oxford University Press 1989.

Vilhjálmur Árnason, Þættir úr sögu siðfræðinnar. Háskóli Íslands 1990.

Vilhjálmur Árnason, „Saga og siðferði", Broddflugur. Háskólaútgáfan 1997.

Atli Harðarson, „Um samfélagssáttmála og réttlætingu ríkisvalds". Skírnir, (haust 1988), 361-377.

Mynd fengin af vefsetri Britannica.com

Höfundur

Vilhjálmur Árnason

prófessor emeritus í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

7.7.2000

Spyrjandi

Hlín Önnudóttir, fædd 1990

Efnisorð

Tilvísun

Vilhjálmur Árnason. „Hvernig urðu siðareglur til?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2000, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=621.

Vilhjálmur Árnason. (2000, 7. júlí). Hvernig urðu siðareglur til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=621

Vilhjálmur Árnason. „Hvernig urðu siðareglur til?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2000. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=621>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu siðareglur til?
Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim sé óhugsandi. Án siðareglna væri hver maður öðrum úlfur, enda gilti þá frumskógarlögmálið eitt.

Í riti sínu, Leviathan, reyndi Hobbes að gera sér í hugarlund það ástand sem myndi ríkja manna í milli ef allt það sem siðmenningu tilheyrir væri sett til hliðar og óbeisluð náttúruöfl mannsins réðu ein ferðinni. Hobbes lítur svo á, að sérgæska og sjálfsbjargarviðleitni séu allsráðandi þættir í fari mannsins; hver er sjálfum sér næstur og reynir það eitt að fullnægja eigin löngunum eins og náttúran býður honum.

Í því „náttúrlega ástandi" sem Hobbes reyndi að lýsa, eftir að hafa hugsað burt menninguna, ræður náttúrurétturinn einn ríkjum. Þessi „réttur", ef rétt skyldi kalla, felst einfaldlega í þeirri staðreynd að allir hafa óskorað frelsi til þess að beita öllum tiltækum ráðum í því skyni að viðhalda lífi sínu. Þetta frelsi gerir stöðu allra jafna, því þótt hinir sterku neyti aflsmunar þá geta þeir veiku jafnað metin með undirferli. Hobbes segir afl og undirferli vera einu „dygðirnar" í náttúrlegu ástandi. Þar eð ekki er nóg til handa öllum einkennist líf manna af taumlausri samkeppni um gæði og enginn getur verið óhultur um líf sitt. Náttúrlegt ástand sem lýtur engum siðareglum er því eins konar stríðsástand gerræðis og ofbeldis. Hobbes komst þannig að orði að í náttúrlegu ástandi væri líf manna „einmanalegt, fátæklegt, andstyggilegt, grimmilegt og stutt".

En hinn stöðugi ótti við dauðann felur í sér frjókorn skynseminnar. Það rennur smám saman upp fyrir mönnum að náttúrurétturinn stendur í raun allri sjálfsbjargarviðleitni fyrir þrifum. Þeir sjá að það er hyggilegast að semja frið og ganga undir sáttmála þar sem kveðið er á um að hver og einn afsali sér „náttúruréttinum" í hendur sameiginlegs valdhafa gegn því að allir aðrir geri slíkt hið sama. Ríkið er því afsprengi þjóðfélagssáttmálans, tilbúningur manna í því skyni að tryggja eigin varðveislu með friði og borgaralegu öryggi. Ríkishugtakið felur hér í sér bæði samfélagið með reglum um mannlega breytni og ríkisvaldið sem sér til þess að hegnt sé fyrir brot á þessum reglum.

Hobbes kallar grundvallarsiðareglur náttúrulög og segir þau vera boð skynseminnar um að gera það sem stuðlar að eigin varðveislu, enda leiði þau röklega af sjálfsbjargarviðleitni mannsins. Hobbes segir að inntaki náttúrulaganna sé best lýst með gullnu reglunni þegar hún er orðuð neikvætt: „Gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér." Fyrsta regla þeirra er: „Leitaðu friðar og haltu hann". Hlýðni við náttúrulögin er því forsenda þess að menn geti búið saman í samfélagi og sá sem brýtur gegn þeim segir sig í raun úr lögum við aðra menn. Slíkir menn eru óalandi og óferjandi í mannlegu samfélagi og voru því áður fyrr gerðir útlægir.

Orð Þorgeirs Ljósvetningagoða „Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn", minna því á þessa hugmynd Hobbes. En íslenska þjóðveldið var samfélag án ríkisvalds og skorti þær stofnanir sem Hobbes áleit nauðsynlegar til þess að halda uppi lögum og reglu. Hann taldi að lagaveldi dygði engan veginn til að halda mönnum í skefjum og tryggja félagslegt öryggi. Þegar allt kemur til alls ástunda menn löghlýðni og réttlæti einkum vegna þess að við lögbrotum eru ströng viðurlög og ríkið hefur vald til þess að framfylgja þeim. Þess vegna sjá þeir líka að það er hyggilegast að hlíta reglunum, þeir græða mest á því sjálfir. Þannig verður eigingirnin sem leiddi til eyðileggingar og dauða í náttúrlegu ástandi að siðferðilegum hyggindum í mannlegu samfélagi.

Siðareglur urðu því til vegna þess að mönnum er nauðsyn á því að samskipti þeirra geti gengið friðsamlega fyrir sig. Þau eru leikreglur sem menn sjá að hyggilegt er að halda til þess að tryggja eigin afkomu. Þótt þær komi ef til vill í veg fyrir að einstaklingur nái að fullnægja tiltekinni löngun á tilteknum tíma, þá þjóna þær hagsmunum hvers og eins til lengri tíma litið. Að þessu leyti eru siðareglur eins og umferðarreglur; þær koma skikkan á umferðina sem gerir mér kleift að komast leiðar minnar þótt það geti skaðað stundarhagsmuni mína að bíða á rauðu ljósi þegar mikið liggur við.

Stundum eru samskipti manna á alþjóðavettvangi höfð til marks um ágæti kenningar Hobbes. Þótt alþjóðlegar reglur og samþykktir séu í gildi, þá eru þær oft þverbrotnar vegna þess að ekkert alþjóðlegt yfirvald er til að framfylgja þeim.

Ábendingar um lesefni:

Thomas Hobbes, Leviathan, útg. Michael Oakeshott. London: Collier-Macmillan 1962.

Richard Tuck, Hobbes. Past Masters. New York: Oxford University Press 1989.

Vilhjálmur Árnason, Þættir úr sögu siðfræðinnar. Háskóli Íslands 1990.

Vilhjálmur Árnason, „Saga og siðferði", Broddflugur. Háskólaútgáfan 1997.

Atli Harðarson, „Um samfélagssáttmála og réttlætingu ríkisvalds". Skírnir, (haust 1988), 361-377.

Mynd fengin af vefsetri Britannica.com...