Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar buxur eru hrognabuxur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Flestir kannast vel við hrogn sem oftast er unnt að kaupa úr fiskborðinu í febrúarmánuði. Það eru eggin inni í sekknum sem nefnast hrogn áður en fiskurinn hefur gotið en eftir það kallast þau gota, gytja eða gýta.

Sekkurinn utan um eggin er nefndur hrognabrækur eða hrognabuxur, enda minnir hann á buxur.

Færri kannast við að sekkurinn utan um eggin sé kallaður hrognabrækur eða hrognabuxur og enn færri tala um hrognabrók í eintölu en þó þekkist það eitthvað. En fleiri heiti eru til þótt þessi virðist algengust.

Í ritinu Íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson (1985:435) er kafli um hrogn. Fyrir utan hrognabrækur og hrognabuxur nefnir hann orðin hrognabú, hrognabelg og hrognasekk en einnig kýtu og krummabrækur úr smáfiski. Öll eiga þessi heiti við sekkinn með hrognunum í.

Hulstrið eða sekkurinn utan um hrognin skiptist í tvennt og er hvor helmingur oftast nefndur skálm, það er einar hrognabuxur hafa tvær skálmar rétt eins og venjulegar buxur. Fyrir utan skálm eru notuð orðin hrognaskálm, gotuskálm, skíði og hrognaskíði og er svolítið misjafnt eftir landshlutum hvaða orð tíðkast.

Orðið hrogn er samnorrænt (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:376). Í færeysku, nýnorsku og dönsku er talað um rogn, í sænsku um rom. Á eldri stigum vesturgermanskra mála hefur orðið einnig verið notað því að heimildir eru um (h)rogo, rogan í fornháþýsku, rögen í lágþýsku og roge og roch í miðhollensku.

Heimildir og mynd:
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
  • Lúðvík Kristjánsson. Íslenzkir sjávarhættir.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Mynd: The Foodies Handbook. Sótt 6. 3. 2012.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.3.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar buxur eru hrognabuxur?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2012, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62114.

Guðrún Kvaran. (2012, 7. mars). Hvers konar buxur eru hrognabuxur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62114

Guðrún Kvaran. „Hvers konar buxur eru hrognabuxur?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2012. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62114>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar buxur eru hrognabuxur?
Flestir kannast vel við hrogn sem oftast er unnt að kaupa úr fiskborðinu í febrúarmánuði. Það eru eggin inni í sekknum sem nefnast hrogn áður en fiskurinn hefur gotið en eftir það kallast þau gota, gytja eða gýta.

Sekkurinn utan um eggin er nefndur hrognabrækur eða hrognabuxur, enda minnir hann á buxur.

Færri kannast við að sekkurinn utan um eggin sé kallaður hrognabrækur eða hrognabuxur og enn færri tala um hrognabrók í eintölu en þó þekkist það eitthvað. En fleiri heiti eru til þótt þessi virðist algengust.

Í ritinu Íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson (1985:435) er kafli um hrogn. Fyrir utan hrognabrækur og hrognabuxur nefnir hann orðin hrognabú, hrognabelg og hrognasekk en einnig kýtu og krummabrækur úr smáfiski. Öll eiga þessi heiti við sekkinn með hrognunum í.

Hulstrið eða sekkurinn utan um hrognin skiptist í tvennt og er hvor helmingur oftast nefndur skálm, það er einar hrognabuxur hafa tvær skálmar rétt eins og venjulegar buxur. Fyrir utan skálm eru notuð orðin hrognaskálm, gotuskálm, skíði og hrognaskíði og er svolítið misjafnt eftir landshlutum hvaða orð tíðkast.

Orðið hrogn er samnorrænt (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:376). Í færeysku, nýnorsku og dönsku er talað um rogn, í sænsku um rom. Á eldri stigum vesturgermanskra mála hefur orðið einnig verið notað því að heimildir eru um (h)rogo, rogan í fornháþýsku, rögen í lágþýsku og roge og roch í miðhollensku.

Heimildir og mynd:
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
  • Lúðvík Kristjánsson. Íslenzkir sjávarhættir.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Mynd: The Foodies Handbook. Sótt 6. 3. 2012.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...