Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er að vera kostulegur?

Guðrún Kvaran

Lýsingarorðið kostulegur hefur þekkst í málinu öldum saman. Það var upphaflega notað í merkingunni ,dýrmætur, ágætur, dýrlegur’, til dæmis um kostuliga veislu og kostuligt kramverk (Fritzner II:338). Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Historíu pínunnar sem gefin var út 1558:

var hann vel tekinn af honum i kostuligu halldi.

Litlu yngra er dæmi úr Guðbrandsbiblíu frá 1584. Það er úr sjöunda kafla Síraksbókar:

Skil þig ei vid gooda og skynsama Konu / þuiat hun er kostuligre enn mikit Gull.

Í nýjustu biblíuþýðingunni frá 2007 er þetta sama vers svona:

Varpa ekki frá þér viturri konu og góðri,

þokki slíkrar er gulli dýrmætari.

Mynd úr handriti frá 15. öld af veislu.

Þessi merking hélst fram eftir öldum. Í Nucleus latinitatis, latnesk-íslenskri orðabók Jóns Árnasonar biskups frá 1738, sést að merkingin er vel þekkt og orðið kostulegur er margoft notað í skýringum, til dæmis:

eg held Giestabod, kostulega Maltijd … (66)

ad veita einum kostulegann Skeink, ad sæma einn med kostulegri Gafu (183)

Jurta Skapur, eda Skryn med Specerij, og kostulegum Jurtum og Smyrslum (185) [skeinkur, gáfa = gjöf, specerí = krydd]

Þessi merking hélst að minnsta kosti fram á miðja 20. öld þótt hún hafi þegar í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar Menningarsjóðs (1963) verið merkt sem „fornt og úrelt mál“. Þá er einnig komin fram önnur merking ‛skrýtinn, skringilegur, furðulegur’. Þetta er sú merking sem algengust er í dag og er elsta heimild Orðabókarinnar um hana úr ritinu Föt og fegurð frá 1950:

Sagði móðir yðar nokkurn tíma við yður, þegar þér voruð lítil stúlka með gat á sokkunum yðar [ [...]]: ,,Ef þú verður fyrir slysi, hvað heldur þú að fólk segi?“ Þér hlóguð sjálfsagt og fannst hún bara kostuleg, því þér gátuð ekki ímyndað yður, hvernig gat á sokkunum yðar gæti dregið úr virðingu móður yðar.

Í Íslensk-danskri orðabók, sem kennd er við Sigfús Blöndal (1920–1924:448), er nýja merkingin ekki tilgreind, aðeins gefin merkingin ‛kostelig, fortræffelig, herlig’.

Eldri merkingin þekkist vel í skyldum málum. Í nýháþýsku er samsvarandi orð köstlich ‛ljúffengur, gómsætur’ og ‛skemmtilegur, óborganlegur’, í miðlágþýsku kost(e)lich, í dönsku kostelig ‛dýrmætur, ágætur’. Yngri merkingin hefur líklegast borist hingað úr dönsku þar sem hún þekkist um eitthvað skringilegt, skemmtilegt.

Heimildir:
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Um bókfræðilegar upplýsingar vísast þangað.
  • Fritzner, Johan. 1891. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Andet Bind. Kristiania.
  • Jón Árnason. 1994. Nucleus latinitatis … . Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Reykjavík, Orðabók Háskólans.

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.3.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera kostulegur?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62121.

Guðrún Kvaran. (2012, 22. mars). Hvað er að vera kostulegur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62121

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera kostulegur?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62121>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er að vera kostulegur?
Lýsingarorðið kostulegur hefur þekkst í málinu öldum saman. Það var upphaflega notað í merkingunni ,dýrmætur, ágætur, dýrlegur’, til dæmis um kostuliga veislu og kostuligt kramverk (Fritzner II:338). Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Historíu pínunnar sem gefin var út 1558:

var hann vel tekinn af honum i kostuligu halldi.

Litlu yngra er dæmi úr Guðbrandsbiblíu frá 1584. Það er úr sjöunda kafla Síraksbókar:

Skil þig ei vid gooda og skynsama Konu / þuiat hun er kostuligre enn mikit Gull.

Í nýjustu biblíuþýðingunni frá 2007 er þetta sama vers svona:

Varpa ekki frá þér viturri konu og góðri,

þokki slíkrar er gulli dýrmætari.

Mynd úr handriti frá 15. öld af veislu.

Þessi merking hélst fram eftir öldum. Í Nucleus latinitatis, latnesk-íslenskri orðabók Jóns Árnasonar biskups frá 1738, sést að merkingin er vel þekkt og orðið kostulegur er margoft notað í skýringum, til dæmis:

eg held Giestabod, kostulega Maltijd … (66)

ad veita einum kostulegann Skeink, ad sæma einn med kostulegri Gafu (183)

Jurta Skapur, eda Skryn med Specerij, og kostulegum Jurtum og Smyrslum (185) [skeinkur, gáfa = gjöf, specerí = krydd]

Þessi merking hélst að minnsta kosti fram á miðja 20. öld þótt hún hafi þegar í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar Menningarsjóðs (1963) verið merkt sem „fornt og úrelt mál“. Þá er einnig komin fram önnur merking ‛skrýtinn, skringilegur, furðulegur’. Þetta er sú merking sem algengust er í dag og er elsta heimild Orðabókarinnar um hana úr ritinu Föt og fegurð frá 1950:

Sagði móðir yðar nokkurn tíma við yður, þegar þér voruð lítil stúlka með gat á sokkunum yðar [ [...]]: ,,Ef þú verður fyrir slysi, hvað heldur þú að fólk segi?“ Þér hlóguð sjálfsagt og fannst hún bara kostuleg, því þér gátuð ekki ímyndað yður, hvernig gat á sokkunum yðar gæti dregið úr virðingu móður yðar.

Í Íslensk-danskri orðabók, sem kennd er við Sigfús Blöndal (1920–1924:448), er nýja merkingin ekki tilgreind, aðeins gefin merkingin ‛kostelig, fortræffelig, herlig’.

Eldri merkingin þekkist vel í skyldum málum. Í nýháþýsku er samsvarandi orð köstlich ‛ljúffengur, gómsætur’ og ‛skemmtilegur, óborganlegur’, í miðlágþýsku kost(e)lich, í dönsku kostelig ‛dýrmætur, ágætur’. Yngri merkingin hefur líklegast borist hingað úr dönsku þar sem hún þekkist um eitthvað skringilegt, skemmtilegt.

Heimildir:
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Um bókfræðilegar upplýsingar vísast þangað.
  • Fritzner, Johan. 1891. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Andet Bind. Kristiania.
  • Jón Árnason. 1994. Nucleus latinitatis … . Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Reykjavík, Orðabók Háskólans.

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...