Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?

Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar.


Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir.

Kortið gefur góða mynd af þeim svæðum þar sem eldvirkni er á Íslandi. Eftirfarandi texta er einnig að finna á síðu almannavarna:
Eldvirkni á Íslandi er á belti sem nær frá Reykjanesskaga í suðvestri norður í Langjökul og frá Vestmannaeyjum um vestanverðan Vatnajökul og norður fyrir land. Að auki er nokkur eldvirkni á Snæfellsnesi.

Kortið [...] sýnir hraun sem runnin eru frá lokum ísaldar fyrir um 11 þúsund árum. Dökki liturinn sýnir hraun sem runnin eru á síðustu 3000 árum, hin eru eldri.
Heimild og mynd: almannavarnir.is
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

29.9.2006

Spyrjandi

Anna S. Jóhannsdóttir, f. 1996

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 29. september 2006. Sótt 22. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6219.

JGÞ. (2006, 29. september). Hvar eru eldfjöllin á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6219

JGÞ. „Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2006. Vefsíða. 22. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6219>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrafn Loftsson

1965

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.