Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?

Rannveig Traustadóttir

Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fær um að gera sér grein fyrir kynhneigð sinni.

Helsta ástæða þess hve lítil fræðileg umfjöllun hefur átt sér stað um fötlun og samkynhneigð er talin sú að fatlaðir eru yfirleitt ekki álitnir kynverur heldur hafa þeir fyrst og fremst verið skilgreindir út frá fötlun sinni. Samkynhneigðir hafa hins vegar fyrst og fremst verið skilgreindir út frá kynhneigð sinni. Mörgum finnst því erfitt að koma því heim og saman að fatlaðir geti verið samkynhneigðir.

Sú umfjöllun sem til er um fötlun og samkynhneigð hefur fyrst og fremst beinst að hreyfihömluðu fólki eða fólki sem er með skerðingu á heyrn eða sjón. Stór hluti þess sem skrifað hefur verið er eftir fólk sem sjálft er fatlað og samkynhneigt. Hér er bæði um að ræða fræðafólk, blaðamenn og fólk sem hefur skrifað um reynslu sína og baráttu sem samkynhneigðir fatlaðir einstaklingar.

Lítið hefur verið fjallað um þroskahefta einstaklinga sem eru samkynhneigðir og fáar rannsóknir hafa beinst sérstaklega að þeim. Hins vegar eru til rannsóknir um kynlíf, kynhneigð, kynhegðun og kynhlutverk þroskaheftra almennt. Á undanförnum árum hafa meðal annars verið gerðar nokkrar rannsóknir á þessu í Bretlandi. Þær sýna að hluti þátttakenda hefur reynslu af kynlífi með sama kyni. Þetta á sérstaklega við um karla og sumar rannsóknanna benda til að talsverður fjöldi þroskaheftra karla hafi reynslu af kynlífi með öðrum körlum. Þrátt fyrir þetta skilgreina þeir sig ekki endilega sem homma. Hins vegar er sjaldgæft að finna í rannsóknum dæmi um þroskaheftar konur sem hafa reynslu af kynlífi með öðrum konum eða sem skilgreina sig sem lesbíur.

Rannsóknir sýna því ótvírætt að til eru dæmi um samkynhneigð þroskaheftra einstaklinga. Einnig er ljóst að sumir þroskaheftir einstaklingar gera sér grein fyrir samkynhneigð sinni. Hins vegar er sennilegt að ákveðinn hópur þroskaheftra einstaklinga eigi erfitt með að gera sér grein fyrir kynhneigð sinni. Rannsóknir sýna að flestir þroskaheftir fá enga eða afar takmarkaða kynfræðslu og því má reikna með að sumir þeirra viti lítið um samkynhneigð og eigi því erfitt með að gera sér grein fyrir kenndum sínum.

Fatlaðir einstaklingar sem eru samkynhneigðir búa við tvöfalda mismunun, bæði á grundvelli fötlunarinnar og kynhneigðarinnar. Ekki er óalgengt að þessir einstaklingar eigi í erfiðleikum með að finna starfsfólk sem viðurkennir samkynhneigð þeirra og sumir þora ekki að koma úr felum (og vera opinberlega samkynhneigðir) af ótta við fordóma starfsmanna þjónustukerfisins. Sumir hafa einnig fundið fyrir fordómum gagnvart samkynhneigðinni innan samtaka fatlaðra og fordóma gegn fötluðum er einnig að finna innan samtaka samkynhneigðra.

Ekki er vitað með vissu hversu margir eru samkynhneigðir í hverju samfélagi. Þetta stafar meðal annars af því hversu margir samkynhneigðir eru í felum með kynhneigð sína af ótta við fordóma umhverfisins. Í fræðilegri umfjöllun er yfirleitt gert ráð fyrir að fjöldi samkynhneigðra í heild sé um 10% og byggir sú tala á viðamikilli bandarískri rannsókn. Algengt er að álíta að lesbíur séu um helmingi færri en hommar. Ekkert bendir til annars en að hlutfall samkynhneigðra meðal fatlaðra sé það sama og meðal ófatlaðra.

Höfundur

prófessor í fötlunarfræði við Félags- og mannvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

7.7.2000

Spyrjandi

Hildur Hreinsdottir

Tilvísun

Rannveig Traustadóttir. „Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2000. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=622.

Rannveig Traustadóttir. (2000, 7. júlí). Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=622

Rannveig Traustadóttir. „Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2000. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=622>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?
Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fær um að gera sér grein fyrir kynhneigð sinni.

Helsta ástæða þess hve lítil fræðileg umfjöllun hefur átt sér stað um fötlun og samkynhneigð er talin sú að fatlaðir eru yfirleitt ekki álitnir kynverur heldur hafa þeir fyrst og fremst verið skilgreindir út frá fötlun sinni. Samkynhneigðir hafa hins vegar fyrst og fremst verið skilgreindir út frá kynhneigð sinni. Mörgum finnst því erfitt að koma því heim og saman að fatlaðir geti verið samkynhneigðir.

Sú umfjöllun sem til er um fötlun og samkynhneigð hefur fyrst og fremst beinst að hreyfihömluðu fólki eða fólki sem er með skerðingu á heyrn eða sjón. Stór hluti þess sem skrifað hefur verið er eftir fólk sem sjálft er fatlað og samkynhneigt. Hér er bæði um að ræða fræðafólk, blaðamenn og fólk sem hefur skrifað um reynslu sína og baráttu sem samkynhneigðir fatlaðir einstaklingar.

Lítið hefur verið fjallað um þroskahefta einstaklinga sem eru samkynhneigðir og fáar rannsóknir hafa beinst sérstaklega að þeim. Hins vegar eru til rannsóknir um kynlíf, kynhneigð, kynhegðun og kynhlutverk þroskaheftra almennt. Á undanförnum árum hafa meðal annars verið gerðar nokkrar rannsóknir á þessu í Bretlandi. Þær sýna að hluti þátttakenda hefur reynslu af kynlífi með sama kyni. Þetta á sérstaklega við um karla og sumar rannsóknanna benda til að talsverður fjöldi þroskaheftra karla hafi reynslu af kynlífi með öðrum körlum. Þrátt fyrir þetta skilgreina þeir sig ekki endilega sem homma. Hins vegar er sjaldgæft að finna í rannsóknum dæmi um þroskaheftar konur sem hafa reynslu af kynlífi með öðrum konum eða sem skilgreina sig sem lesbíur.

Rannsóknir sýna því ótvírætt að til eru dæmi um samkynhneigð þroskaheftra einstaklinga. Einnig er ljóst að sumir þroskaheftir einstaklingar gera sér grein fyrir samkynhneigð sinni. Hins vegar er sennilegt að ákveðinn hópur þroskaheftra einstaklinga eigi erfitt með að gera sér grein fyrir kynhneigð sinni. Rannsóknir sýna að flestir þroskaheftir fá enga eða afar takmarkaða kynfræðslu og því má reikna með að sumir þeirra viti lítið um samkynhneigð og eigi því erfitt með að gera sér grein fyrir kenndum sínum.

Fatlaðir einstaklingar sem eru samkynhneigðir búa við tvöfalda mismunun, bæði á grundvelli fötlunarinnar og kynhneigðarinnar. Ekki er óalgengt að þessir einstaklingar eigi í erfiðleikum með að finna starfsfólk sem viðurkennir samkynhneigð þeirra og sumir þora ekki að koma úr felum (og vera opinberlega samkynhneigðir) af ótta við fordóma starfsmanna þjónustukerfisins. Sumir hafa einnig fundið fyrir fordómum gagnvart samkynhneigðinni innan samtaka fatlaðra og fordóma gegn fötluðum er einnig að finna innan samtaka samkynhneigðra.

Ekki er vitað með vissu hversu margir eru samkynhneigðir í hverju samfélagi. Þetta stafar meðal annars af því hversu margir samkynhneigðir eru í felum með kynhneigð sína af ótta við fordóma umhverfisins. Í fræðilegri umfjöllun er yfirleitt gert ráð fyrir að fjöldi samkynhneigðra í heild sé um 10% og byggir sú tala á viðamikilli bandarískri rannsókn. Algengt er að álíta að lesbíur séu um helmingi færri en hommar. Ekkert bendir til annars en að hlutfall samkynhneigðra meðal fatlaðra sé það sama og meðal ófatlaðra....