Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?

Ívar Daði Þorvaldsson

Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality).

Betur fer að tala um að eitthvað sé í 'miklum eða litlum gæðum' frekar en 'góðum eða lélegum gæðum'.

Gæði myndefnis á Netinu geta verið æði misjöfn og því bregða margir á það ráð að tala um að eitthvað sé 'í góðum eða lélegum gæðum'. Við fyrstu sýn virðist þetta orðalag ef til vill ekki vera alslæmt enda er gott og gilt að tala um góða eiginleika. Aftur á móti fer betur að tala um 'mikil eða lítil gæði', til dæmis

Þú ættir að líta á þetta myndband, gæðin eru mikil, annað en myndbandið sem ég sýndi þér í gær, þar voru gæðin aldeilis lítil.
Eins er talað um 'meiri eða minni gæði' fremur en 'betri eða verri gæði'.

Segja má að gæði séu alltaf góð og þannig sé ekki hægt að tala um 'góð eða vond gæði', heldur einungis 'mismikil gæði'.

Heimildir:
  • Málfarsbanki Íslenskrar málstöðvar. (Skoðað 15.5.2012).
  • Íslensk orðabók. 4. útg., byggð á 3. prentun frá 2005 með allnokkrum breytingum. Mörður Árnason ritstjóri. Edda, Reykjavík 2007.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Er til eitthvað sem heitir 'góð eða léleg gæði'? Þetta orðalag hefur mikið verið notað á vefsíðum til að lýsa myndgæðum myndbanda sem hlaðið er niður. Er til íslenskt orð til að lýsa þessu eða er þetta eitthvað sem mun enda í orðabókum?

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.5.2013

Spyrjandi

Þórarinn Ásdísarson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2013. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62264.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2013, 30. maí). Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62264

Ívar Daði Þorvaldsson. „Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2013. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62264>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?
Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality).

Betur fer að tala um að eitthvað sé í 'miklum eða litlum gæðum' frekar en 'góðum eða lélegum gæðum'.

Gæði myndefnis á Netinu geta verið æði misjöfn og því bregða margir á það ráð að tala um að eitthvað sé 'í góðum eða lélegum gæðum'. Við fyrstu sýn virðist þetta orðalag ef til vill ekki vera alslæmt enda er gott og gilt að tala um góða eiginleika. Aftur á móti fer betur að tala um 'mikil eða lítil gæði', til dæmis

Þú ættir að líta á þetta myndband, gæðin eru mikil, annað en myndbandið sem ég sýndi þér í gær, þar voru gæðin aldeilis lítil.
Eins er talað um 'meiri eða minni gæði' fremur en 'betri eða verri gæði'.

Segja má að gæði séu alltaf góð og þannig sé ekki hægt að tala um 'góð eða vond gæði', heldur einungis 'mismikil gæði'.

Heimildir:
  • Málfarsbanki Íslenskrar málstöðvar. (Skoðað 15.5.2012).
  • Íslensk orðabók. 4. útg., byggð á 3. prentun frá 2005 með allnokkrum breytingum. Mörður Árnason ritstjóri. Edda, Reykjavík 2007.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Er til eitthvað sem heitir 'góð eða léleg gæði'? Þetta orðalag hefur mikið verið notað á vefsíðum til að lýsa myndgæðum myndbanda sem hlaðið er niður. Er til íslenskt orð til að lýsa þessu eða er þetta eitthvað sem mun enda í orðabókum?
...