Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?

HMS

Allra elstu eldfjöllin á Íslandi eru kulnuð eldfjöll á jöðrum landsins. Á sínum tíma voru þetta virk eldfjöll, en þar sem landið gliðnar á hverju ári um sem nemur um 2 cm hafa fjöllin smám saman færst frá gosbeltinu. Ármann Höskuldsson fjallar um þetta í svari sínu við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? Þar segir meðal annars:

Þessar hreyfingar á jarðskorpunni verða því til þess að með tíð og tíma rofnar samband eldfjallanna við uppruna sinn, það er kvikuframleiðsluna, og þau kólna hægt og rólega niður.

Það nýja berg sem kemur upp í gosbeltunum rekur til austurs og vesturs. Af þeim sökum má finna elsta berg á Íslandi á Austfjörðum og Vestfjörðum og er það um 14-16 milljóna ára gamalt. Það kann að virðast hár aldur en í raun er Ísland með jarðfræðilega yngstu löndum heims.

Með elstu virku eldfjöllum landsins eru Öræfajökull og Snæfellsjökull. Snæfellsjökull gaus síðast áður en land byggðist, eða fyrir um 2200 árum. Síðasta gos í Öræfajökli var árið 1727 og þar áður árið 1362. Gosið 1362 var einstaklega stórt og lagði nálæga sveit í eyði. Sveitin hét áður Litla-Hérað en heitir nú Öræfasveit.

Höfundur þakkar Níelsi Erni Óskarssyni, sérfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Háskólans, fyrir veittar upplýsingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

2.10.2006

Spyrjandi

Sara Dís Gunnarsdóttir, f. 1996
Ruth Jónsdóttir, f. 1996

Tilvísun

HMS. „Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 2. október 2006. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6228.

HMS. (2006, 2. október). Hvaða eldfjall er elst á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6228

HMS. „Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2006. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6228>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?
Allra elstu eldfjöllin á Íslandi eru kulnuð eldfjöll á jöðrum landsins. Á sínum tíma voru þetta virk eldfjöll, en þar sem landið gliðnar á hverju ári um sem nemur um 2 cm hafa fjöllin smám saman færst frá gosbeltinu. Ármann Höskuldsson fjallar um þetta í svari sínu við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? Þar segir meðal annars:

Þessar hreyfingar á jarðskorpunni verða því til þess að með tíð og tíma rofnar samband eldfjallanna við uppruna sinn, það er kvikuframleiðsluna, og þau kólna hægt og rólega niður.

Það nýja berg sem kemur upp í gosbeltunum rekur til austurs og vesturs. Af þeim sökum má finna elsta berg á Íslandi á Austfjörðum og Vestfjörðum og er það um 14-16 milljóna ára gamalt. Það kann að virðast hár aldur en í raun er Ísland með jarðfræðilega yngstu löndum heims.

Með elstu virku eldfjöllum landsins eru Öræfajökull og Snæfellsjökull. Snæfellsjökull gaus síðast áður en land byggðist, eða fyrir um 2200 árum. Síðasta gos í Öræfajökli var árið 1727 og þar áður árið 1362. Gosið 1362 var einstaklega stórt og lagði nálæga sveit í eyði. Sveitin hét áður Litla-Hérað en heitir nú Öræfasveit.

Höfundur þakkar Níelsi Erni Óskarssyni, sérfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Háskólans, fyrir veittar upplýsingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....