Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Hver er staða ósonlagsins í dag?

Árni Sigurðsson

Í heild er spurningin svona:
Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig?

Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo.

Óson er sameind úr þremur súrefnisfrumeindum og myndast í andrúmsloftinu þegar súrefnisfrumeind (O) sameinast súrefnissameind (O2) eins og lesa má um í svari Ágústs Kvarans við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? Um 90% alls ósons í andrúmsloftinu er í heiðhvolfinu, mestmegnis í um 20 km hæð yfir jörðu. Það er hið svokallaða ósonlag.

Þykkt ósonlagsins er gefin upp í dobson-einingum (Du) en 1 Du jafngildir 1/1000 úr cm þykktar af ósoni niðri við jörð við staðalaðstæður (við 0° C og 1013 hPa). Talað er um „ozone hole“ eða „gat“ í ósonlaginu ef heildaróson (total ozone) mælist lægra en 220 Du.

Stærst mældist þynningarsvæðið yfir Suðurskautslandinu árið 2006 en á tímabilinu 21.-30. september var stærð þess að meðaltali 27,4 milljón km2. Fleiri myndir sem sýna hvernig þynningarsvæðið hefur þróast undanfarna áratugi má sjá á vef The Earth Observatory

Þynning á ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu uppgötvaðist fyrst árið 1985 og er árviss atburður í september og október. Fyrsta áratuginn fór þynningarsvæðið ört stækkandi og dýpkandi, samhliða aukinni losun á klórflúorkolefnum (CFC). Árið 1987 náðist alþjóðlegur samningur um takmörkun á losun CFC-efna, svokölluð Montreal-bókun, sem tók gildi tveimur árum síðar. Það tekur þó tíma að snúa þróuninni við. Lægstu ósongildin mældust yfir Suðurskautslandinu 1994, aðeins 74 Du. Stærst mældist þynningarsvæðið hins vegar 2006. Um miðjan 10. áratuginn hætti svæðið að stækka og jafnvægi komst á þróunina. Talverður munur gat verið á milli ára vegna breytileika í hita í heiðhvolfinu og legu loftstrauma. Í köldum árum varð svæðið stærra og þynnra. Svo mikill er breytileikinn að margir vísindamenn hafa verið óöruggir um þróunina og hvert stefni.

Heildaróson er að jafnaði 250 til 260 Du um miðbik jarðar en þykkast er það á norðlægum breiddargráðum í febrúar og mars, í kringum 400 Du. Yfir norðurheimskautinu myndast einnig þynningarsvæði síðla vetrar af sömu ástæðum og yfir suður heimskautinu (sjá svar við spurningunni Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?), en sjaldan mælist heildaróson lægra en 220 Du þar og þá aðeins á litlum svæðum í fáeina daga.

Magn ósons í háloftunum yfir Reykjavík hefur verið mælt daglega og nær óslitið síðan 1957. Ósontæki Veðurstofu Ísland.

Á Veðurstofu Íslands hefur heildaróson verið mælt daglega yfir Reykjavík, frá febrúar til október, síðan 1957. Í þeim mæligögnum kemur fram ósonminnkun á níunda og tíunda áratugnum en einnig að ósonmagn sé farið að aukast aftur síðustu ár.

Líkanútreikningar á þróun ósonlagsins sem taka mið af hægfara minnkun óson eyðandi efna í heiðhvolfinu spá því að ósonlagið muni ná fyrri þykkt um miðbik þessarar aldar og að þynningarsvæðið yfir Suðurskautslandinu muni hætta að myndast kringum 2040.

Mynd:


Vísindavefurinn hefur oft verið spurður um ósonlagið. Hér er einnig svarað spurningunum:

 • Er ósonlagið að þykkjast eða að þynnast?
 • Hverjar eru horfur ósonlagsins til framtíðar?
 • Hvar er ósonlagið? Úr hverju er það? Hvaða efni eyðir helst ósonlaginu?
 • Ef við minnkum útblástur frá verksmiðjum og fleiri mengandi hlutum, hvað tæki það langan tíma fyrir ósonlagið að komast í mjög gott ástand?
 • Er hægt að láta götin á ósonlaginu fyllast aftur?
 • Er ósonlagið að eyðast eða hverfa?
 • Er hægt að laga ósonlagið?
 • Getur ósonlagið jafnað sig alveg fullkomlega aftur?

Aðrir spyrjendur eru:
Selma Rebekka Kattoll, Rakel Hjartardóttir, Aníta Ósk Guðbjargardóttir, Hólmfríður Karen Karlsdóttir, María Gunnarsdóttir, Sölvi Steinn Jónsson, Katrín Marín, Margrét Guttormsdóttir, Rósa Jórunn, Þórdís Skúladóttir Holm, Íris Birgisdóttir og Veronika Arnardóttir.

Höfundur

Árni Sigurðsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

14.1.2019

Spyrjandi

Ólafía Ólafsdóttir og fleiri spyrjendur

Tilvísun

Árni Sigurðsson. „Hver er staða ósonlagsins í dag?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2019. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=62289.

Árni Sigurðsson. (2019, 14. janúar). Hver er staða ósonlagsins í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62289

Árni Sigurðsson. „Hver er staða ósonlagsins í dag?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2019. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62289>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:

Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig?

Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo.

Óson er sameind úr þremur súrefnisfrumeindum og myndast í andrúmsloftinu þegar súrefnisfrumeind (O) sameinast súrefnissameind (O2) eins og lesa má um í svari Ágústs Kvarans við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? Um 90% alls ósons í andrúmsloftinu er í heiðhvolfinu, mestmegnis í um 20 km hæð yfir jörðu. Það er hið svokallaða ósonlag.

Þykkt ósonlagsins er gefin upp í dobson-einingum (Du) en 1 Du jafngildir 1/1000 úr cm þykktar af ósoni niðri við jörð við staðalaðstæður (við 0° C og 1013 hPa). Talað er um „ozone hole“ eða „gat“ í ósonlaginu ef heildaróson (total ozone) mælist lægra en 220 Du.

Stærst mældist þynningarsvæðið yfir Suðurskautslandinu árið 2006 en á tímabilinu 21.-30. september var stærð þess að meðaltali 27,4 milljón km2. Fleiri myndir sem sýna hvernig þynningarsvæðið hefur þróast undanfarna áratugi má sjá á vef The Earth Observatory

Þynning á ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu uppgötvaðist fyrst árið 1985 og er árviss atburður í september og október. Fyrsta áratuginn fór þynningarsvæðið ört stækkandi og dýpkandi, samhliða aukinni losun á klórflúorkolefnum (CFC). Árið 1987 náðist alþjóðlegur samningur um takmörkun á losun CFC-efna, svokölluð Montreal-bókun, sem tók gildi tveimur árum síðar. Það tekur þó tíma að snúa þróuninni við. Lægstu ósongildin mældust yfir Suðurskautslandinu 1994, aðeins 74 Du. Stærst mældist þynningarsvæðið hins vegar 2006. Um miðjan 10. áratuginn hætti svæðið að stækka og jafnvægi komst á þróunina. Talverður munur gat verið á milli ára vegna breytileika í hita í heiðhvolfinu og legu loftstrauma. Í köldum árum varð svæðið stærra og þynnra. Svo mikill er breytileikinn að margir vísindamenn hafa verið óöruggir um þróunina og hvert stefni.

Heildaróson er að jafnaði 250 til 260 Du um miðbik jarðar en þykkast er það á norðlægum breiddargráðum í febrúar og mars, í kringum 400 Du. Yfir norðurheimskautinu myndast einnig þynningarsvæði síðla vetrar af sömu ástæðum og yfir suður heimskautinu (sjá svar við spurningunni Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?), en sjaldan mælist heildaróson lægra en 220 Du þar og þá aðeins á litlum svæðum í fáeina daga.

Magn ósons í háloftunum yfir Reykjavík hefur verið mælt daglega og nær óslitið síðan 1957. Ósontæki Veðurstofu Ísland.

Á Veðurstofu Íslands hefur heildaróson verið mælt daglega yfir Reykjavík, frá febrúar til október, síðan 1957. Í þeim mæligögnum kemur fram ósonminnkun á níunda og tíunda áratugnum en einnig að ósonmagn sé farið að aukast aftur síðustu ár.

Líkanútreikningar á þróun ósonlagsins sem taka mið af hægfara minnkun óson eyðandi efna í heiðhvolfinu spá því að ósonlagið muni ná fyrri þykkt um miðbik þessarar aldar og að þynningarsvæðið yfir Suðurskautslandinu muni hætta að myndast kringum 2040.

Mynd:


Vísindavefurinn hefur oft verið spurður um ósonlagið. Hér er einnig svarað spurningunum:

 • Er ósonlagið að þykkjast eða að þynnast?
 • Hverjar eru horfur ósonlagsins til framtíðar?
 • Hvar er ósonlagið? Úr hverju er það? Hvaða efni eyðir helst ósonlaginu?
 • Ef við minnkum útblástur frá verksmiðjum og fleiri mengandi hlutum, hvað tæki það langan tíma fyrir ósonlagið að komast í mjög gott ástand?
 • Er hægt að láta götin á ósonlaginu fyllast aftur?
 • Er ósonlagið að eyðast eða hverfa?
 • Er hægt að laga ósonlagið?
 • Getur ósonlagið jafnað sig alveg fullkomlega aftur?

Aðrir spyrjendur eru:
Selma Rebekka Kattoll, Rakel Hjartardóttir, Aníta Ósk Guðbjargardóttir, Hólmfríður Karen Karlsdóttir, María Gunnarsdóttir, Sölvi Steinn Jónsson, Katrín Marín, Margrét Guttormsdóttir, Rósa Jórunn, Þórdís Skúladóttir Holm, Íris Birgisdóttir og Veronika Arnardóttir.

...