Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?

Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos.


Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skrifað í október 2006).

Aftur á móti er talið að eldgosin hafi verið fleiri, jafnvel þótt ekki hafi fundist um þau neinar áþreifanlegar sannanir. Þegar allt er tekið saman er því talið að eldgos verði nú á Íslandi að jafnaði á um 4-5 ára fresti.

Guðrúnu Larsen jarðfræðingi er þakkað fyrir góðar ábendingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

2.10.2006

Spyrjandi

Auður Þóra Harðardóttir, f. 1996

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

doktor í taugavísindum

Tilvísun

HMS. „Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 2. október 2006. Sótt 16. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6229.

HMS. (2006, 2. október). Hvað eru mörg eldgos á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6229

HMS. „Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2006. Vefsíða. 16. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6229>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Vilhjálmsson

1940

Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum.