Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:20 í Reykjavík

Gætu eldflugur lifað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Eldflugur eru í raun ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt fireflies eða lightning bug. Rúmlega 1100 tegundir eru þekktar af bjöllum sem nota ljósmögnun (e. bioluminescence) til samskipta sín á milli, langoftast á pörunartímanum. Dýrin laða þá aðila af hinu kyninu að sér með ljósmerkjum en einnig þekkist það að þau noti sömu aðferð til að lokka væntanlega bráð til sín.

Ekki er hægt að útiloka að eldflugur festi hér rætur.

Eldflugur finnast víða kringum miðbaug og einnig á tempruðum svæðum. Eldflugur eru algengar víða í sunnanverðri Asíu og tegundir af ættkvíslinni Photuris finnast víða í sunnanverðum Bandaríkjunum og Mexíkó. Tegundin Photuris lucicrescens finnst í Norður-Ameriku við vötnin miklu og í Evrópu lifir tegundin Lampyris noctiluca á vestanverðum Bretlandseyjum. Bæði á Bretlandseyjum og nyrst á útbreiðslusvæði Photuris lucicrescens eru vetur oft kaldir, sérstaklega inn til landsins í Bandaríkjunum. Það er því ekki hægt að útiloka að þessar tegundir festi hér rætur og finni sinn sess í vistkerfinu ef hlýnun heldur áfram.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.5.2012

Spyrjandi

Gulli Ástvaldsson, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu eldflugur lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2012. Sótt 30. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=62313.

Jón Már Halldórsson. (2012, 15. maí). Gætu eldflugur lifað á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62313

Jón Már Halldórsson. „Gætu eldflugur lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2012. Vefsíða. 30. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62313>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu eldflugur lifað á Íslandi?
Eldflugur eru í raun ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt fireflies eða lightning bug. Rúmlega 1100 tegundir eru þekktar af bjöllum sem nota ljósmögnun (e. bioluminescence) til samskipta sín á milli, langoftast á pörunartímanum. Dýrin laða þá aðila af hinu kyninu að sér með ljósmerkjum en einnig þekkist það að þau noti sömu aðferð til að lokka væntanlega bráð til sín.

Ekki er hægt að útiloka að eldflugur festi hér rætur.

Eldflugur finnast víða kringum miðbaug og einnig á tempruðum svæðum. Eldflugur eru algengar víða í sunnanverðri Asíu og tegundir af ættkvíslinni Photuris finnast víða í sunnanverðum Bandaríkjunum og Mexíkó. Tegundin Photuris lucicrescens finnst í Norður-Ameriku við vötnin miklu og í Evrópu lifir tegundin Lampyris noctiluca á vestanverðum Bretlandseyjum. Bæði á Bretlandseyjum og nyrst á útbreiðslusvæði Photuris lucicrescens eru vetur oft kaldir, sérstaklega inn til landsins í Bandaríkjunum. Það er því ekki hægt að útiloka að þessar tegundir festi hér rætur og finni sinn sess í vistkerfinu ef hlýnun heldur áfram.

Mynd:

...