Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)?

Uppruni orðsins frón ‘land, jörð’ er óviss. Það hefur einkum verið notað í skáldskap og þá sérstaklega um Ísland. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:211) bendir Ásgeir Blöndal Magnússon á örnefnið Fron í Noregi sem talið er að hafi í upphafi átt við einkenni í landslagi sem menn vita ekki lengur hver voru og öll ættfærsla orðsins því óljós.

Frón hefur verið tengt við lýsingarorðið fróður sem kemur fyrir í Hávamálum og giskað hefur verið á að merki ‘frjósamur, gróskumikill’. Það er meðal annars stutt með því að í sænsku merkir frodig ‘gróskumikill’.

Aðrir tengja orðið við latneska lýsingarorðið prônus ‘framhallur’ og ætti frón þá við fjallendi. Enn aðrir giska á að frón sé skylt latnesku orðunum prâvus ‘boginn’ og prâtum ‘engi’ og að upphafleg merkin orðsins hafi þá verið ‘dalverpi’. Allt er þetta óvíst.

Útgáfudagur

3.10.2006

Spyrjandi

Axel Axelsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)?“ Vísindavefurinn, 3. október 2006. Sótt 23. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6232.

Guðrún Kvaran. (2006, 3. október). Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6232

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2006. Vefsíða. 23. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6232>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Rósa Þorsteinsdóttir

1958

Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni.