Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hefur hvert land sína guði?

ÞV

Þetta er eitt af því sem menn greinir á um. Þannig mundi kristinn guðfræðingur trúlega svara því allt öðru vísi en mannfræðingur sem fæst við mismunandi þjóðir og þjóðflokka og trúarbrögð þeirra. Heimspekingur mundi líka svara öðruvísi en múslími og svokallaðir guðleysingjar (e. atheists) mundu einfaldlega svara því til að Guð eða guðir séu ekki til.

Fjölbreytileiki trúarbragðanna er stundum hafður til marks um að trúarbrögðin séu mannanna verk enda telja sumir sig geta rakið tiltekin atriði í trú ákveðins hóps til þess umhverfis sem hann lifir í. En svo eru kannski margir sem halda því fram að þeirra eigin trúarbrögð séu öðrum æðri, þau eða guðir þeirra hafi orðið til óháð mönnunum og kannski á undan þeim.

Svo er líka hægt að velta því fyrir sér hvort Guð eða guðir kunni að „vera til“ þó að þeir séu ef til vill mannanna verk, það er að segja að þeir væru þá til í hugum mannanna svipað og ýmislegt annað sem við leyfum okkur að hugsa um þó að við getum ekki fest hendur á því í „veruleikanum“.

Þannig er hægt að hugleiða þetta lengi og velta upp ýmsum hliðum þó að hitt sé víst að menn verða seint á eitt sáttir um bein og afdráttarlaus svör.

Svo er líka hægt að horfa á þetta frá sjónarmiði trúarbragðasögunnar eða trúboðsins. Sum trúarbrögð fela í sér hvatningu til hinna trúuðu um að útbreiða trúna og það hafa til dæmis bæði kristnir menn og múslímar gert í mannkynssögunni. Hins vegar hefur engri einni trú tekist að ná heimsyfirráðum ef svo mætti segja, það er að segja að breiðast út um alla jörðina. Það er ein skýringin á því að hvert land hefur sína guði.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Snorri Gylfason, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Af hverju hefur hvert land sína guði?“ Vísindavefurinn, 4. október 2006, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6237.

ÞV. (2006, 4. október). Af hverju hefur hvert land sína guði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6237

ÞV. „Af hverju hefur hvert land sína guði?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6237>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hefur hvert land sína guði?
Þetta er eitt af því sem menn greinir á um. Þannig mundi kristinn guðfræðingur trúlega svara því allt öðru vísi en mannfræðingur sem fæst við mismunandi þjóðir og þjóðflokka og trúarbrögð þeirra. Heimspekingur mundi líka svara öðruvísi en múslími og svokallaðir guðleysingjar (e. atheists) mundu einfaldlega svara því til að Guð eða guðir séu ekki til.

Fjölbreytileiki trúarbragðanna er stundum hafður til marks um að trúarbrögðin séu mannanna verk enda telja sumir sig geta rakið tiltekin atriði í trú ákveðins hóps til þess umhverfis sem hann lifir í. En svo eru kannski margir sem halda því fram að þeirra eigin trúarbrögð séu öðrum æðri, þau eða guðir þeirra hafi orðið til óháð mönnunum og kannski á undan þeim.

Svo er líka hægt að velta því fyrir sér hvort Guð eða guðir kunni að „vera til“ þó að þeir séu ef til vill mannanna verk, það er að segja að þeir væru þá til í hugum mannanna svipað og ýmislegt annað sem við leyfum okkur að hugsa um þó að við getum ekki fest hendur á því í „veruleikanum“.

Þannig er hægt að hugleiða þetta lengi og velta upp ýmsum hliðum þó að hitt sé víst að menn verða seint á eitt sáttir um bein og afdráttarlaus svör.

Svo er líka hægt að horfa á þetta frá sjónarmiði trúarbragðasögunnar eða trúboðsins. Sum trúarbrögð fela í sér hvatningu til hinna trúuðu um að útbreiða trúna og það hafa til dæmis bæði kristnir menn og múslímar gert í mannkynssögunni. Hins vegar hefur engri einni trú tekist að ná heimsyfirráðum ef svo mætti segja, það er að segja að breiðast út um alla jörðina. Það er ein skýringin á því að hvert land hefur sína guði.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....