Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvernig þróuðust litir?

ÞV

Litir hafa ekki orðið til með þróun; það er fyrst og fremst lífríki jarðar sem er talið hafa þróast frá einni örveru í öndverðu.

Litur er einn af grundvallareiginleikum efnanna. Ef við lítum fyrst á frumefnin þá eru að vísu mörg þeirra í gasham við venjulegt hitastig og þá yfirleitt litlaus. En kolefnið í kolum og grafíti er svart og í demanti er það litlaust eða glært. Málmar eru yfirleitt gljáandi en þó þannig að við getum þekkt þá í sundur af litnum: Ál, kopar, silfur, gull, blý ... Brennisteinninn er yfirleitt gulur og þekkist langar leiðir í náttúrunni. Efnasamböndin hafa líka hvert sinn lit og við þekkjum til dæmis í sundur vatn og berjasaft. Flóknari efni eða hlutir eru líka oft auðþekkt af litnum, svo sem mjólk, gras, viðartegundir og steintegundir að ógleymdum sjálfum blómunum. Himinninn er blár og snjórinn er hvítur af ástæðum sem fjallað er um í sérstökum svörum á Vísindavefnum.

Ef betur er skoðað ákvarðast litur hlutar eða efnis af því hvernig hann drekkur i sig og endurkastar ljósi sem á hann fellur. Þessi gleyping og endurkast gerist yfirleitt í frumeindum (atómum) eða sameindum (e. molecules) efnisins. Liturinn hefur því fylgt hlutnum allar götur frá því að hann varð til; þar kemur engin þróun við sögu.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Snorri Gylfason, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Hvernig þróuðust litir?“ Vísindavefurinn, 4. október 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6241.

ÞV. (2006, 4. október). Hvernig þróuðust litir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6241

ÞV. „Hvernig þróuðust litir?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6241>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig þróuðust litir?
Litir hafa ekki orðið til með þróun; það er fyrst og fremst lífríki jarðar sem er talið hafa þróast frá einni örveru í öndverðu.

Litur er einn af grundvallareiginleikum efnanna. Ef við lítum fyrst á frumefnin þá eru að vísu mörg þeirra í gasham við venjulegt hitastig og þá yfirleitt litlaus. En kolefnið í kolum og grafíti er svart og í demanti er það litlaust eða glært. Málmar eru yfirleitt gljáandi en þó þannig að við getum þekkt þá í sundur af litnum: Ál, kopar, silfur, gull, blý ... Brennisteinninn er yfirleitt gulur og þekkist langar leiðir í náttúrunni. Efnasamböndin hafa líka hvert sinn lit og við þekkjum til dæmis í sundur vatn og berjasaft. Flóknari efni eða hlutir eru líka oft auðþekkt af litnum, svo sem mjólk, gras, viðartegundir og steintegundir að ógleymdum sjálfum blómunum. Himinninn er blár og snjórinn er hvítur af ástæðum sem fjallað er um í sérstökum svörum á Vísindavefnum.

Ef betur er skoðað ákvarðast litur hlutar eða efnis af því hvernig hann drekkur i sig og endurkastar ljósi sem á hann fellur. Þessi gleyping og endurkast gerist yfirleitt í frumeindum (atómum) eða sameindum (e. molecules) efnisins. Liturinn hefur því fylgt hlutnum allar götur frá því að hann varð til; þar kemur engin þróun við sögu.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....