Sólin Sólin Rís 08:33 • sest 17:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:11 • Sest 07:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:04 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er Stonehenge?

HMS

Stonehenge er fornt mannvirki í Wiltshirehéraði í suðvesturhluta Englands, en bygging þess hófst fyrir um 5000 árum. Nánar tiltekið samanstendur Stonehenge af hringjum risastórra steina, svokallaðra jötunsteina, en meðalhæð þeirra er um 4 metrar.

Ástæðan fyrir byggingu Stonehenge er ekki að fullu kunn. Hugmyndir eru um að mannvirkið hafi verið notað í trúarlegum eða vísindalegum tilgangi. Til dæmis gæti það hafa gegnt hlutverki nokkurs konar hofs eða verið forn stjörnuathugunarstöð.

Guðrún Vala Elísdóttir fjallar ítarlega um Stonehenge, gerð þess og mögulegt hlutverk í svari við spurningunni Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær? Lesendur eru hvattir til að kynna sér svar hennar í heild sinni.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

dósent við Sálfræðideild

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Jón Ómarsson, f. 1995

Tilvísun

HMS. „Hvað er Stonehenge?“ Vísindavefurinn, 4. október 2006. Sótt 20. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=6246.

HMS. (2006, 4. október). Hvað er Stonehenge? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6246

HMS. „Hvað er Stonehenge?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 20. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6246>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Stonehenge?
Stonehenge er fornt mannvirki í Wiltshirehéraði í suðvesturhluta Englands, en bygging þess hófst fyrir um 5000 árum. Nánar tiltekið samanstendur Stonehenge af hringjum risastórra steina, svokallaðra jötunsteina, en meðalhæð þeirra er um 4 metrar.

Ástæðan fyrir byggingu Stonehenge er ekki að fullu kunn. Hugmyndir eru um að mannvirkið hafi verið notað í trúarlegum eða vísindalegum tilgangi. Til dæmis gæti það hafa gegnt hlutverki nokkurs konar hofs eða verið forn stjörnuathugunarstöð.

Guðrún Vala Elísdóttir fjallar ítarlega um Stonehenge, gerð þess og mögulegt hlutverk í svari við spurningunni Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær? Lesendur eru hvattir til að kynna sér svar hennar í heild sinni.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....