Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?

ÞV

Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta.

Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elta uppi B á hlaupum á sléttu landi. Þetta gætu til dæmis verið blettatígur og einhver antilóputegund. Hvað mundi nú gerast ef allar antilópurnar gætu allt í einu hlaupið miklu hraðar en allir blettatígrarnir? Jú, auðvitað mundu þeir smám saman deyja út af fæðuskorti og það er meðal annars í samræmi við þróunarkenningu Darwins.

En hvernig færi á hinn bóginn ef allir blettatígrarnir færu allt í einu að geta hlaupið miklu hraðar en antilópurnar? Sumir mundu kannski halda að þeir mundu strax elta uppi og éta allar antilópurnar. En það er ekki alveg svo einfalt því að blettatígur sem hefur nýlega étið eina antilópu er ekki líklegur til að veiða aðra alveg strax. En í stað þess að fitna og verða óhæfir til veiða mundu þeir fjölga sér og þannig smám saman veiða og éta allar antilópurnar þangað til sú tegund mundi deyja út með öllu.

Jafnvægi af þessu tagi er víða að finna í náttúrunni. Sambúð manna og strúta er hins vegar ekki svo algeng að líklegt sé að menn og strútar hafi haft nein veruleg áhrif á hlaupahraða hver annars. Þess er því í rauninni ekki að vænta að nein sérstök eða fyrirfram gefin tengsl séu þar á milli.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Kolbrún Björgvinsdóttir, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?“ Vísindavefurinn, 4. október 2006, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6247.

ÞV. (2006, 4. október). Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6247

ÞV. „Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6247>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?
Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta.

Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elta uppi B á hlaupum á sléttu landi. Þetta gætu til dæmis verið blettatígur og einhver antilóputegund. Hvað mundi nú gerast ef allar antilópurnar gætu allt í einu hlaupið miklu hraðar en allir blettatígrarnir? Jú, auðvitað mundu þeir smám saman deyja út af fæðuskorti og það er meðal annars í samræmi við þróunarkenningu Darwins.

En hvernig færi á hinn bóginn ef allir blettatígrarnir færu allt í einu að geta hlaupið miklu hraðar en antilópurnar? Sumir mundu kannski halda að þeir mundu strax elta uppi og éta allar antilópurnar. En það er ekki alveg svo einfalt því að blettatígur sem hefur nýlega étið eina antilópu er ekki líklegur til að veiða aðra alveg strax. En í stað þess að fitna og verða óhæfir til veiða mundu þeir fjölga sér og þannig smám saman veiða og éta allar antilópurnar þangað til sú tegund mundi deyja út með öllu.

Jafnvægi af þessu tagi er víða að finna í náttúrunni. Sambúð manna og strúta er hins vegar ekki svo algeng að líklegt sé að menn og strútar hafi haft nein veruleg áhrif á hlaupahraða hver annars. Þess er því í rauninni ekki að vænta að nein sérstök eða fyrirfram gefin tengsl séu þar á milli.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....