Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári?

HMS

Vöxtur grenitrjáa fer bæði eftir því hvaða grenitegund á í hlut og hvernig vaxtarskilyrði trésins eru. Sólskin, rakastig, jarðvegur, rými og margt fleira getur haft áhrif á hversu hratt tré vaxa.

Taka má dæmi um sitkagreni (Picea sitchensis), en það er stærsta tegund grenitrjáa og er í hópi með hraðvöxnustu trjátegundum á jörðinni. Sitkagreni getur orðið mjög gamalt og jafnvel er talið að slík tré geti lifað í 700 til 800 ár. Gömul tré geta náð 70 m hæð og eru um 300 cm í þvermál.

Reynt hefur verið að meta vaxtarhraða stærsta þekkta sitkagrenis í heimi. Að jafnaði víkkar þvermál stofnsins um tæpan sentímetra á hverju ári. Reiknað hefur verið út að um 1,3 rúmmetrar (46 ft3) af viði bætist við tréð á hverju ári að meðaltali.

Heimild: Picea sitchensis (Bongard) Carrière 1855. The Gymnosperm Database.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Hekla Jónasdóttir, f. 1995

Tilvísun

HMS. „Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári? “ Vísindavefurinn, 4. október 2006. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6248.

HMS. (2006, 4. október). Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6248

HMS. „Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári? “ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6248>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári?
Vöxtur grenitrjáa fer bæði eftir því hvaða grenitegund á í hlut og hvernig vaxtarskilyrði trésins eru. Sólskin, rakastig, jarðvegur, rými og margt fleira getur haft áhrif á hversu hratt tré vaxa.

Taka má dæmi um sitkagreni (Picea sitchensis), en það er stærsta tegund grenitrjáa og er í hópi með hraðvöxnustu trjátegundum á jörðinni. Sitkagreni getur orðið mjög gamalt og jafnvel er talið að slík tré geti lifað í 700 til 800 ár. Gömul tré geta náð 70 m hæð og eru um 300 cm í þvermál.

Reynt hefur verið að meta vaxtarhraða stærsta þekkta sitkagrenis í heimi. Að jafnaði víkkar þvermál stofnsins um tæpan sentímetra á hverju ári. Reiknað hefur verið út að um 1,3 rúmmetrar (46 ft3) af viði bætist við tréð á hverju ári að meðaltali.

Heimild: Picea sitchensis (Bongard) Carrière 1855. The Gymnosperm Database.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....