Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Af hverju eru til mörg tungumál?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er ágætis spurning af hverju tungumálin eru mörg en ekki bara eitt. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að við mennirnir búum til tungumálið.

Það ekki eðlislægt samband á milli hljóðmyndar eða orðs og þess fyrirbæris sem vísað er til. Það er til dæmis ekki sjálfgefið að hljóðmyndin stóll vísi til fyrirbærisins stóls, allt önnur hljóðmynd gæti verið notuð yfir stólinn, til dæmis hljómmyndin chair, sem vel að merkja er það sem enskumælandi menn nota yfir fyrirbærið.

Það er ekki sjálfgefið að hljóðmyndin stóll vísi til fyrirbærisins stóls, allt önnur hljóðmynd gæti verið notuð yfir stólinn, til dæmis hljómmyndin chair, sem er notuð í ensku.

Þar sem mennirnir eru margir og búa víða, verður ekki til algilt samkomulag þeirra á milli um það hvaða hljóðmynd eigi að nota yfir það sem þeir vilja tákna með orðum. Þess vegna verða til mörg tungumál en ekki bara eitt. Við sem búum á Íslandi erum flest sátt um að nota orðið stól yfir fyrirbærið stól og það sama gildir um önnur hugtök. Við notum þau á svipaðan hátt og ef við erum í vafa þá eigum við til orðabækur sem hjálpa okkur að skilja orðin á sama hátt og aðrir sem tala sama tungumál.

Tungumálin eru á vissan hátt eins og stólar. Okkur finnst ekkert skrýtið að til eru margar tegundir af stólum og sumir vilja kannski frekar sitja á gólfinu en á stólum. Þeir sem vinna á skrifstofum sitja á skrifstofustólum, í eldhúsinu eru annars konar stólar og líka í skólastofunum.

Tungutak manna sem sitja á skrifstofustólum í kauphöll eða á vísindaráðstefnu getur hljómað eins og útlenska fyrir þá sem þekkja ekki til orðanna sem þeir nota. Þótt þeir tali íslensku er ekki víst að allir skilji þá. Þannig geta verið til nokkrar mállýskur innan hvers tungumáls, sem annað hvort tengjast ákveðnun landshluta eða ákveðnum hópi manna.

Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.10.2006

Spyrjandi

Rakel Hjartardóttir, f. 1995

Efnisorð

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju eru til mörg tungumál?“ Vísindavefurinn, 5. október 2006. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6251.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2006, 5. október). Af hverju eru til mörg tungumál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6251

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju eru til mörg tungumál?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2006. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6251>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru til mörg tungumál?
Það er ágætis spurning af hverju tungumálin eru mörg en ekki bara eitt. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að við mennirnir búum til tungumálið.

Það ekki eðlislægt samband á milli hljóðmyndar eða orðs og þess fyrirbæris sem vísað er til. Það er til dæmis ekki sjálfgefið að hljóðmyndin stóll vísi til fyrirbærisins stóls, allt önnur hljóðmynd gæti verið notuð yfir stólinn, til dæmis hljómmyndin chair, sem vel að merkja er það sem enskumælandi menn nota yfir fyrirbærið.

Það er ekki sjálfgefið að hljóðmyndin stóll vísi til fyrirbærisins stóls, allt önnur hljóðmynd gæti verið notuð yfir stólinn, til dæmis hljómmyndin chair, sem er notuð í ensku.

Þar sem mennirnir eru margir og búa víða, verður ekki til algilt samkomulag þeirra á milli um það hvaða hljóðmynd eigi að nota yfir það sem þeir vilja tákna með orðum. Þess vegna verða til mörg tungumál en ekki bara eitt. Við sem búum á Íslandi erum flest sátt um að nota orðið stól yfir fyrirbærið stól og það sama gildir um önnur hugtök. Við notum þau á svipaðan hátt og ef við erum í vafa þá eigum við til orðabækur sem hjálpa okkur að skilja orðin á sama hátt og aðrir sem tala sama tungumál.

Tungumálin eru á vissan hátt eins og stólar. Okkur finnst ekkert skrýtið að til eru margar tegundir af stólum og sumir vilja kannski frekar sitja á gólfinu en á stólum. Þeir sem vinna á skrifstofum sitja á skrifstofustólum, í eldhúsinu eru annars konar stólar og líka í skólastofunum.

Tungutak manna sem sitja á skrifstofustólum í kauphöll eða á vísindaráðstefnu getur hljómað eins og útlenska fyrir þá sem þekkja ekki til orðanna sem þeir nota. Þótt þeir tali íslensku er ekki víst að allir skilji þá. Þannig geta verið til nokkrar mállýskur innan hvers tungumáls, sem annað hvort tengjast ákveðnun landshluta eða ákveðnum hópi manna.

Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....