Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa. Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa. Ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa, heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast, heyri hjartað slá.En þá er spurningin, er þetta hægt í alvörunni? Hljóðáreiti verður til þegar hreyfingar eða titringur veldur breytingum á þrýstingi í andrúmslofti, vatni eða öðru efni sem umlykur hlutinn (Goldstein, 2002). Það eru þessar þrýstingsbreytingar sem eyrað nemur og heilinn túlkar sem hljóð.

- Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
- Sönglög. Leikskólinn Flúðir.
- Myndin er fengin af síðunni Hair, oh my!. Flickr.com. Höfundur myndar er Jen Chan. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.