Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru vébönd?

Nafnorðið hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig (57. kafli):
En þar er dómurinn var settur var völlur sléttur og settar niður heslistengur í völlinn í hring en lögð um utan snæri umhverfis. Voru það kölluð vébönd.

Í yngra máli er til dæmis talað um að knattspyrnulið hafi svo og svo margan innan sinna vébanda.

Í yngra máli er orðið notað um mörk eða markalínur. Talað er til dæmis um að félög hafi svo og svo margan innan sinna vébanda, það er á félagaskrá eða stuðningsmannaskrá. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um nokkur afbrigði, til dæmis fara út fyrir vébönd, halda sig fyrir innan vébönd og standa fyrir utan vébönd.

Mynd:

Útgáfudagur

4.7.2012

Spyrjandi

N.N.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru vébönd?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2012. Sótt 16. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=62539.

Guðrún Kvaran. (2012, 4. júlí). Hvað eru vébönd? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62539

Guðrún Kvaran. „Hvað eru vébönd?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2012. Vefsíða. 16. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62539>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Daníel Þór Ólason

1967

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.