Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu?

HMS

Með stærð á spyrjandi líklegast við hæð, svo í svarinu verður þessi skilningur lagður í spurninguna. Athugið einnig að hér er fjallað um stærsta háhýsi Evrópu, en hærri mannvirki eru til í álfunni, til að mynda hin ýmsu útvarpsmöstur.

Í Evrópu eru fá af hæstu húsum heims. Svo virðist sem Evrópubúar séu ekki jafn gjarnir á að byggja sér háreist hús og til dæmis Bandaríkjamenn og Asíubúar.

Raunar er hæsta háhýsi Evrópu einungis í 65. sæti yfir hæstu háhýsi heims (miðað við tölur frá Wikipediu í október 2006). Um er að ræða Sigurhöllina (e. Triumph Palace, r. Триумф Палас) í Moskvu í Rússlandi sem sést á myndinni hér til hliðar. Rússland tilheyrir tveimur heimsálfum, Evrópu og Asíu, og Moskva er í evrópska hluta ríkisins. Um þetta má nánar lesa í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Rússland?

Sigurhöllin er 57 hæða íbúðarhúsnæði. Bygging hennar hófst árið 2001 en var lokið 2005. Efst á Sigurhöllinni trónir 48,3 m há turnspíra sem gerir bygginguna í heild 264,1 m á hæð.

Lesendur ættu að lokum að kynna sér svar Júlíusar Sólnes við spurningunni: Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?

Heimildir og mynd


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

5.10.2006

Spyrjandi

Georg Júlíusson, f. 1996

Tilvísun

HMS. „Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 5. október 2006. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6254.

HMS. (2006, 5. október). Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6254

HMS. „Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2006. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6254>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu?
Með stærð á spyrjandi líklegast við hæð, svo í svarinu verður þessi skilningur lagður í spurninguna. Athugið einnig að hér er fjallað um stærsta háhýsi Evrópu, en hærri mannvirki eru til í álfunni, til að mynda hin ýmsu útvarpsmöstur.

Í Evrópu eru fá af hæstu húsum heims. Svo virðist sem Evrópubúar séu ekki jafn gjarnir á að byggja sér háreist hús og til dæmis Bandaríkjamenn og Asíubúar.

Raunar er hæsta háhýsi Evrópu einungis í 65. sæti yfir hæstu háhýsi heims (miðað við tölur frá Wikipediu í október 2006). Um er að ræða Sigurhöllina (e. Triumph Palace, r. Триумф Палас) í Moskvu í Rússlandi sem sést á myndinni hér til hliðar. Rússland tilheyrir tveimur heimsálfum, Evrópu og Asíu, og Moskva er í evrópska hluta ríkisins. Um þetta má nánar lesa í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Rússland?

Sigurhöllin er 57 hæða íbúðarhúsnæði. Bygging hennar hófst árið 2001 en var lokið 2005. Efst á Sigurhöllinni trónir 48,3 m há turnspíra sem gerir bygginguna í heild 264,1 m á hæð.

Lesendur ættu að lokum að kynna sér svar Júlíusar Sólnes við spurningunni: Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?

Heimildir og mynd


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....