Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver skapaði Guð?

HMS

Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði Guð, og þannig koll af kolli út í hið óendanlega.

Margir telja rökréttara að gera ráð fyrir að mennirnir hafi skapað hugmyndina um Guð, en að Guð sé sjálfur ekki til og því hafi enginn skapað hann. Þannig sleppa menn við fyrrnefnda "lönguvitleysu".

Guðfræðingar svara þessu gjarnan þannig að Guð hafi alltaf verið til og enginn hafi því skapað hann. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði, segir í svari sínu við spurningunni Hvernig varð Guð til?:
Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú... Það felst einfaldlega í eðli Guðs að hann hefur alltaf verið til og verður alltaf til og er alltaf eins.
Benda má á að hliðstæðu við spurninguna um hver skapaði Guð má finna í vísindum. Flestir stjörnufræðingar aðhyllast til að mynda kenninguna um að alheimurinn hafi myndast við Miklahvell. Margir hafa þá spurt hvað orsakaði Miklahvell, hver sé orsök þess sem orsakaði Miklahvell og svo framvegis. En ef til vill verða menn að sætta sig við að merkingarlaust sé að tala um það sem var á undan Miklahvelli eða að um það verði aldrei neitt vitað. Tryggvi Þorgeirsson fjallar nánar um upphaf alheimsins í svari við spurningunni Hvernig varð alheimurinn til?

Lesendur mættu að lokum gjarnan kynna sér svarið við spurningunni Er guð til?

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

5.10.2006

Spyrjandi

Sigurður Þórirsson, f. 1996
Birta Rún, f. 1996
Hildur Ólafsdóttir, f. 1996
Melkorka Mist Gunnarsdóttir, f. 1996

Tilvísun

HMS. „Hver skapaði Guð?“ Vísindavefurinn, 5. október 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6255.

HMS. (2006, 5. október). Hver skapaði Guð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6255

HMS. „Hver skapaði Guð?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6255>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver skapaði Guð?
Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði Guð, og þannig koll af kolli út í hið óendanlega.

Margir telja rökréttara að gera ráð fyrir að mennirnir hafi skapað hugmyndina um Guð, en að Guð sé sjálfur ekki til og því hafi enginn skapað hann. Þannig sleppa menn við fyrrnefnda "lönguvitleysu".

Guðfræðingar svara þessu gjarnan þannig að Guð hafi alltaf verið til og enginn hafi því skapað hann. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði, segir í svari sínu við spurningunni Hvernig varð Guð til?:
Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú... Það felst einfaldlega í eðli Guðs að hann hefur alltaf verið til og verður alltaf til og er alltaf eins.
Benda má á að hliðstæðu við spurninguna um hver skapaði Guð má finna í vísindum. Flestir stjörnufræðingar aðhyllast til að mynda kenninguna um að alheimurinn hafi myndast við Miklahvell. Margir hafa þá spurt hvað orsakaði Miklahvell, hver sé orsök þess sem orsakaði Miklahvell og svo framvegis. En ef til vill verða menn að sætta sig við að merkingarlaust sé að tala um það sem var á undan Miklahvelli eða að um það verði aldrei neitt vitað. Tryggvi Þorgeirsson fjallar nánar um upphaf alheimsins í svari við spurningunni Hvernig varð alheimurinn til?

Lesendur mættu að lokum gjarnan kynna sér svarið við spurningunni Er guð til?

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....