Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Guð stelpa eða strákur?

Flestir líta líklega svo á að Guð kristninnar sé karlkyns. Talað er um Guð en ekki Gyðju, og fólk biður Faðirvorið, en ekki Móðirvorið, svo dæmi séu tekin.

Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor í guðfræði, bendir þó á að jafnvel þótt Guð sé yfirleitt karlgerður sé Guð hafinn yfir kynferði og því hvorki karl né kona. Einnig bendir hún á að tekið sé fram í Biblíunni að bæði karlar og konur séu sköpuð í mynd Guðs.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér svar Arnfríðar í heild sinni: Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona? Ennfremur mættu þeir kynna sér svarið við spurningunni Er guð til?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Svala Grímsdóttir, f. 1995
Oddur Kárason, f. 1995

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

doktor í taugavísindum

Tilvísun

HMS. „Er Guð stelpa eða strákur?“ Vísindavefurinn, 6. október 2006. Sótt 16. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6260.

HMS. (2006, 6. október). Er Guð stelpa eða strákur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6260

HMS. „Er Guð stelpa eða strákur?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 16. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6260>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Isabel Barrio

1983

Isabel Barrio er dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í.