Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju var Leifur skírður Leifur?

Ég reikna með að spyrjandi eigi við Leif heppna Eiríksson sem sagður er hafa komið til Ameríku fyrstur evrópskra manna, eða kringum árið 1000.

Af hverju hann var svo nefndur þessu nafni en ekki einhverju öðru er erfitt að segja. Samkvæmt vefsetrinu Mannanöfn.com [skoðað 6.10.2006] er 'Leifur' dregið af nafnorðinu 'leif' sem í þessu sambandi merkir þá mögulega 'arfur' eða 'afkomandi'.

Kannski fékk Leifur nafnið einfaldlega vegna þess að hann var afkomandi foreldra sinna. Einnig getur verið að Leifi hafi verið ætlað að taka við hlutverki föður sín eftir hans dag. En þetta eru auðvitað getgátur og ekkert hægt að sanna hvað þessum fornu mönnum gekk til þegar drengnum var gefið nafnið.

Á Vísindavefnum eru til mörg svör tengd Leifi heppna og Ameríkuferð hans. Ég bendi á þessi:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Fríða Arnardóttir, f. 1995

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

doktor í taugavísindum

Tilvísun

HMS. „Af hverju var Leifur skírður Leifur? “ Vísindavefurinn, 6. október 2006. Sótt 21. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=6270.

HMS. (2006, 6. október). Af hverju var Leifur skírður Leifur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6270

HMS. „Af hverju var Leifur skírður Leifur? “ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 21. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6270>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Helga Zoega

1976

Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild HÍ. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað.