Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?

Hallgrímur J. Ámundason

Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar sem Íslendingar fluttu með sér hingað á landnámsöld. Þannig geta örnefnin flust yfir meginhöf eins og ekkert sé.

Sjaldgæfara er að íslensk örnefni gefi nafn öðrum fyrirbærum en stöðum. Einstaka vörur hafa þó verið kenndar við örnefni. Alkunnar eru til dæmis Bíldudals grænar baunir eða Þykkvabæjar franskar. Í tilbúnum nöfnum geta heiti bæja líka komið fyrir, svo sem Rafha og Bykó (Raftækjaverslun Hafnarfjarðar og Byggingavöruverslun Kópavogs eða álíka).

Dalvík og Svarfaðadalur.

Í ensku tæknimáli hefur nú Dalvík óforvarandis skotið upp kollinum. Dalvik er nafn á ákveðnum hugbúnaði í tölvubransanum. Nafnið stendur þar fyrir ákveðna sýndarvél í Android-stýrikerfinu frá Google. Höfundur hugbúnaðarins er Dan Bornstein. Á Wikipedia.com er því haldið fram að Dan hafi valið nafnið þar sem einhverjir forfeðra hans voru ættaðir frá Dalvík. Þessu var líka haldið fram í þessum pistli uns fyrrum samstarfsmaður Dans, Finnur Þórarinsson, benti á að þetta væri ekki allskostar rétt. Finnur kom síðan á framfæri þessari skýringu beint frá Dan sjálfum eftir að Dan frétti af þessum pistli um örnefni mánaðarins:

I find it pretty amusing that the Wikipedia page for Dalvik still talks about my Icelandic heritage, despite the fact that I've never confirmed it. Quite the contrary, on several occasions I've publicly told the real story behind the name *and* disclaimed having any familial ties to Iceland. I'm even on the US court record with it, most recently for the Oracle v. Google trial. Here's how it happened:

Back when Android was just starting, I needed to name my new virtual machine project. I'd just finished reading Issue #15 of the literary journal McSweeney's, which is mostly a collection of short stories from Icelandic authors, translated into English; it totally captured my imagination. This got me thinking that it would be fun to name my project after a place in Iceland. After a bit of web-based research, I found Dalvík, which seemed like a wonderful little town with a memorable name, and which could also be spelled at least mostly-correctly in computer source code. I dropped the accent over the "i", created an empty directory named "dalvik", and you know the rest.

Dalvík í Eyjafirði dregur annars nafn af Svarfaðardalnum sem teygir sig upp frá bænum inn í fjalllendi Tröllaskagans. Bærinn byggðist upp á landi jarðanna Böggvisstaða, Brimness og Upsa. Í örnefnaskrá eftir Jóhannes Óla Sæmundsson um svæðið segir: „Dalvíkur-nafnið er ungt, eða frá því um síðustu aldamót. Verstöðin (þorpið) var jafnan nefnd fram að þeim tíma, og af mörgum miklu lengur, Böggvisstaðasandur.“

Dalvík hefur verið kaupstaður frá 1974. Nú heitir sveitarfélagið Dalvíkurbyggð og nær yfir Dalvík og dreifbýlið þar í kring auk þéttbýlisstaðanna Hauganess og Árskógssands.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.6.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2012. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62743.

Hallgrímur J. Ámundason. (2012, 8. júní). Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62743

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2012. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62743>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar sem Íslendingar fluttu með sér hingað á landnámsöld. Þannig geta örnefnin flust yfir meginhöf eins og ekkert sé.

Sjaldgæfara er að íslensk örnefni gefi nafn öðrum fyrirbærum en stöðum. Einstaka vörur hafa þó verið kenndar við örnefni. Alkunnar eru til dæmis Bíldudals grænar baunir eða Þykkvabæjar franskar. Í tilbúnum nöfnum geta heiti bæja líka komið fyrir, svo sem Rafha og Bykó (Raftækjaverslun Hafnarfjarðar og Byggingavöruverslun Kópavogs eða álíka).

Dalvík og Svarfaðadalur.

Í ensku tæknimáli hefur nú Dalvík óforvarandis skotið upp kollinum. Dalvik er nafn á ákveðnum hugbúnaði í tölvubransanum. Nafnið stendur þar fyrir ákveðna sýndarvél í Android-stýrikerfinu frá Google. Höfundur hugbúnaðarins er Dan Bornstein. Á Wikipedia.com er því haldið fram að Dan hafi valið nafnið þar sem einhverjir forfeðra hans voru ættaðir frá Dalvík. Þessu var líka haldið fram í þessum pistli uns fyrrum samstarfsmaður Dans, Finnur Þórarinsson, benti á að þetta væri ekki allskostar rétt. Finnur kom síðan á framfæri þessari skýringu beint frá Dan sjálfum eftir að Dan frétti af þessum pistli um örnefni mánaðarins:

I find it pretty amusing that the Wikipedia page for Dalvik still talks about my Icelandic heritage, despite the fact that I've never confirmed it. Quite the contrary, on several occasions I've publicly told the real story behind the name *and* disclaimed having any familial ties to Iceland. I'm even on the US court record with it, most recently for the Oracle v. Google trial. Here's how it happened:

Back when Android was just starting, I needed to name my new virtual machine project. I'd just finished reading Issue #15 of the literary journal McSweeney's, which is mostly a collection of short stories from Icelandic authors, translated into English; it totally captured my imagination. This got me thinking that it would be fun to name my project after a place in Iceland. After a bit of web-based research, I found Dalvík, which seemed like a wonderful little town with a memorable name, and which could also be spelled at least mostly-correctly in computer source code. I dropped the accent over the "i", created an empty directory named "dalvik", and you know the rest.

Dalvík í Eyjafirði dregur annars nafn af Svarfaðardalnum sem teygir sig upp frá bænum inn í fjalllendi Tröllaskagans. Bærinn byggðist upp á landi jarðanna Böggvisstaða, Brimness og Upsa. Í örnefnaskrá eftir Jóhannes Óla Sæmundsson um svæðið segir: „Dalvíkur-nafnið er ungt, eða frá því um síðustu aldamót. Verstöðin (þorpið) var jafnan nefnd fram að þeim tíma, og af mörgum miklu lengur, Böggvisstaðasandur.“

Dalvík hefur verið kaupstaður frá 1974. Nú heitir sveitarfélagið Dalvíkurbyggð og nær yfir Dalvík og dreifbýlið þar í kring auk þéttbýlisstaðanna Hauganess og Árskógssands.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....