Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?

Guðrún Kvaran

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ‛rogginn, spjátrungslegur, státinn’.

Sögnin að spóka sig þýðir að sýna sig og láta á sér bera en einnig ganga um líkt og þessi gönguhópur gerir.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:938) eru orðin tengd nýnorsku spok ‛fífldjart flón, flónslegur maður’, spoke ‛málglaður og hlægilegur maður’ og sögninni spoka ‛haga sér fífldirfskulega, vera ágengur’.

Ásgeir telur að orðin séu líklega tökuorð úr miðlágþýsku og bendir á nafnorðið spōk ‛reimleikar, vofa, draugur’ og sögnina spōken ‛vera reimt, birtast sem vofa’. Hann telur hins vegar uppruna orðsiftarinnar, þessara tengdu orða, óljósan og ekki sé heldur fullljóst hvernig merkingarferli íslensku orðanna er til komið en það er bæði vítt og breytilegt.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.9.2012

Spyrjandi

Perla Dagbjartar Hreggviðsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?“ Vísindavefurinn, 20. september 2012. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=62786.

Guðrún Kvaran. (2012, 20. september). Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62786

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2012. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62786>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ‛rogginn, spjátrungslegur, státinn’.

Sögnin að spóka sig þýðir að sýna sig og láta á sér bera en einnig ganga um líkt og þessi gönguhópur gerir.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:938) eru orðin tengd nýnorsku spok ‛fífldjart flón, flónslegur maður’, spoke ‛málglaður og hlægilegur maður’ og sögninni spoka ‛haga sér fífldirfskulega, vera ágengur’.

Ásgeir telur að orðin séu líklega tökuorð úr miðlágþýsku og bendir á nafnorðið spōk ‛reimleikar, vofa, draugur’ og sögnina spōken ‛vera reimt, birtast sem vofa’. Hann telur hins vegar uppruna orðsiftarinnar, þessara tengdu orða, óljósan og ekki sé heldur fullljóst hvernig merkingarferli íslensku orðanna er til komið en það er bæði vítt og breytilegt.

Mynd:...