Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?

ÞV

Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum.

Í fyrsta lagi eru stóru ytri reikistjörnurnar (Júpíter, Satúrnus, Neptúnus og Úranus) svokallaðir gasrisar sem þýðir að efnið í þeim er gas af ýmsum tegundum. Þó að við gætum einhvern veginn útvegað okkur súrefni þá mundum við ekki finna neitt yfirborð á þessum hnöttum til að ganga á.

Í öðru lagi getur reikistjarna eða himinhnöttur verið svo lítill og léttur að hann nær ekki að halda að sér lofthjúpi. Ef við hugsum okkur að upphaflega hafi myndast loft við slíkan hnött þá hverfa sameindir loftsins smám saman „út í buskann“ frá hnettinum. Þetta gerist einkum ef það er vel heitt við yfirborð hnattarins því að þá fá agnir lofthjúpsins mikla orku og hraða þannig að þeim er eiginlega sparkað út í geiminn. Þetta hefur gerst við innstu reikistjörnuna í sólkerfinu, Merkúríus, og þar er núna enginn lofthjúpur.

Meginástæðan til þess að ekkert loft er úti í geimnum milli himinhnattanna er á sama hátt sú að þar er ekkert sem dregur loft eða önnur efni að sér eða heldur þeim á tilteknum stað. Hins vegar er í rauninni örlítið efni úti í geimnum en það er svo lítið og gisið að við mundum ekki kalla það loft.

Lífverur eru að sjálfsögðu gerðar úr efniseindum þannig að með þessu er því einnig svarað af hverju ekki sé líf úti í geimnum milli himinhnattanna.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, skv. samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Kjartan Victorsson, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?“ Vísindavefurinn, 9. október 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6279.

ÞV. (2006, 9. október). Af hverju er ekki loft og líf í geimnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6279

ÞV. „Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6279>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?
Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum.

Í fyrsta lagi eru stóru ytri reikistjörnurnar (Júpíter, Satúrnus, Neptúnus og Úranus) svokallaðir gasrisar sem þýðir að efnið í þeim er gas af ýmsum tegundum. Þó að við gætum einhvern veginn útvegað okkur súrefni þá mundum við ekki finna neitt yfirborð á þessum hnöttum til að ganga á.

Í öðru lagi getur reikistjarna eða himinhnöttur verið svo lítill og léttur að hann nær ekki að halda að sér lofthjúpi. Ef við hugsum okkur að upphaflega hafi myndast loft við slíkan hnött þá hverfa sameindir loftsins smám saman „út í buskann“ frá hnettinum. Þetta gerist einkum ef það er vel heitt við yfirborð hnattarins því að þá fá agnir lofthjúpsins mikla orku og hraða þannig að þeim er eiginlega sparkað út í geiminn. Þetta hefur gerst við innstu reikistjörnuna í sólkerfinu, Merkúríus, og þar er núna enginn lofthjúpur.

Meginástæðan til þess að ekkert loft er úti í geimnum milli himinhnattanna er á sama hátt sú að þar er ekkert sem dregur loft eða önnur efni að sér eða heldur þeim á tilteknum stað. Hins vegar er í rauninni örlítið efni úti í geimnum en það er svo lítið og gisið að við mundum ekki kalla það loft.

Lífverur eru að sjálfsögðu gerðar úr efniseindum þannig að með þessu er því einnig svarað af hverju ekki sé líf úti í geimnum milli himinhnattanna.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, skv. samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....