Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvernig varð fyrsta manneskjan til?

HMS

Manneskjur urðu til við þróun rétt eins og allar aðrar lífverur á jörðinni. Yfirlit yfir spurningar og svör um þróun, þá sérstaklega þróun mannsins, má finna í svari Páls Emils Emilssonar við spurningunni Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?

Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn einn einstaklingur hafi verið fyrsta manneskjan í heiminum. Maðurinn sem tegund varð ekki til í einni svipan heldur þróaðist á löngum tíma. Með tímanum urðu því til æ "mannlegri" einstaklingar. Þorsteinn Vilhjálmsson segir í svari sínu við spurningunni Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?

[Talið er að] nútímamaðurinn sem tegund [hafi] orðið til... [á] um það bil 130.000 árum, það er að segja löngu, löngu áður en nokkrar sögur hófust. Jafnvel þótt þeir sem þá voru uppi hefðu kunnað skil á tegundarhugtaki og þróunarkenningu nútímans hefðu þeir ekki getað bent á einhvern tiltekinn einstakling, karl eða konu, og sagt: „Þú ert fyrsti maðurinn“.

Fólki er ennfremur bent á að kynna sér svarið við spurningunni Hvernig varð fyrsta mannvera í heiminum til? eftir Einar Árnason.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Einar Antonin, f. 1996
Kjartan Victorson, f. 1996

Tilvísun

HMS. „Hvernig varð fyrsta manneskjan til? “ Vísindavefurinn, 9. október 2006. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6282.

HMS. (2006, 9. október). Hvernig varð fyrsta manneskjan til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6282

HMS. „Hvernig varð fyrsta manneskjan til? “ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6282>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð fyrsta manneskjan til?
Manneskjur urðu til við þróun rétt eins og allar aðrar lífverur á jörðinni. Yfirlit yfir spurningar og svör um þróun, þá sérstaklega þróun mannsins, má finna í svari Páls Emils Emilssonar við spurningunni Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?

Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn einn einstaklingur hafi verið fyrsta manneskjan í heiminum. Maðurinn sem tegund varð ekki til í einni svipan heldur þróaðist á löngum tíma. Með tímanum urðu því til æ "mannlegri" einstaklingar. Þorsteinn Vilhjálmsson segir í svari sínu við spurningunni Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?

[Talið er að] nútímamaðurinn sem tegund [hafi] orðið til... [á] um það bil 130.000 árum, það er að segja löngu, löngu áður en nokkrar sögur hófust. Jafnvel þótt þeir sem þá voru uppi hefðu kunnað skil á tegundarhugtaki og þróunarkenningu nútímans hefðu þeir ekki getað bent á einhvern tiltekinn einstakling, karl eða konu, og sagt: „Þú ert fyrsti maðurinn“.

Fólki er ennfremur bent á að kynna sér svarið við spurningunni Hvernig varð fyrsta mannvera í heiminum til? eftir Einar Árnason.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....