Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?

ÞV

Í mörgum löndum eru héruð eða landsvæði sem sérstaklega eru notuð sem bakgrunnur fyrir ýmiss konar skopsögur. Sem dæmi má nefna Mols á Jótlandi sem er heimkynni Molbúa (d. Molboer) og af þeim eru margar sögur af þessum toga. „Molbúi“ er líka nokkuð algengt orð í íslensku nútímamáli samkvæmt leitarvélum á Veraldarvefnum þó að merking þess kunni að hafa færst eitthvað til.

Íslensku sögurnar um Bakkabræður eru sömu ættar en hafa þó ekki færst yfir á heilar sveitir eða héruð. Upp á síðkastið hafa Hafnfirðingar hins vegar tekið við þessu hlutverki hér á landi.

Það er misskilningur að menn þurfi endilega að vera „heimskir“ þó að sagðar séu gamansögur af þeim. Til dæmis getur vel verið að sögupersónan sjálf hafi vísvitandi búið til söguna eða haldið henni á lofti í upphafi. Eins getur verið að upphafsmaðurinn hafi viljað koma einhverjum tilteknum boðskap á framfæri til hliðar við sjálft grínið, en slíkt er einmitt algengt í góðum gamansögum.

Í gamla daga voru oft svokölluð hirðfífl í liði konunga eða annarra höfðingja. Þau áttu að haga sér fíflalega eins og heimskingjar en oft og tíðum höfðu þau líka það hlutverk að segja höfðingjanum til syndanna með óbeinum hætti eða leiðbeina honum. Þannig var þetta í rauninni vandasamt ábyrgðarstarf þó að það liti ekki þannig út.

Nú verða sjálfsagt einhverjir lesendur fyrir vonbrigðum með það að svarið skuli vera skrifað í nokkurri alvöru. Til að bæta fyrir þetta setjum við hérna undir lokin eina stutta sögu sem við áttum í fórum okkar í svari um hlátur:
Af hverju opna Hafnfirðingar alltaf mjólkurfernur úti í búð?
Vegna þess að það stendur „Opnist hér“ á þeim.
Og svo er hér önnur saga sem við fundum á vefnum:
Einu sinni var hafnfirskur vísindamaður að gera eldflaug til að senda til sólarinnar. Annar vísindamaður gekk framhjá og sagði:

„Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum.“

„Ofsalega geturðu verið vitlaus,“ sagði Hafnfirðingurinn, „ég sendi hana auðvitað að næturlagi."
En stutta svarið við spurningunni er að sjálfsögðu það að Hafnfirðingar eru alls ekki heimskari en annað fólk!


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Ingibjörg Eva, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?“ Vísindavefurinn, 9. október 2006, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6283.

ÞV. (2006, 9. október). Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6283

ÞV. „Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?
Í mörgum löndum eru héruð eða landsvæði sem sérstaklega eru notuð sem bakgrunnur fyrir ýmiss konar skopsögur. Sem dæmi má nefna Mols á Jótlandi sem er heimkynni Molbúa (d. Molboer) og af þeim eru margar sögur af þessum toga. „Molbúi“ er líka nokkuð algengt orð í íslensku nútímamáli samkvæmt leitarvélum á Veraldarvefnum þó að merking þess kunni að hafa færst eitthvað til.

Íslensku sögurnar um Bakkabræður eru sömu ættar en hafa þó ekki færst yfir á heilar sveitir eða héruð. Upp á síðkastið hafa Hafnfirðingar hins vegar tekið við þessu hlutverki hér á landi.

Það er misskilningur að menn þurfi endilega að vera „heimskir“ þó að sagðar séu gamansögur af þeim. Til dæmis getur vel verið að sögupersónan sjálf hafi vísvitandi búið til söguna eða haldið henni á lofti í upphafi. Eins getur verið að upphafsmaðurinn hafi viljað koma einhverjum tilteknum boðskap á framfæri til hliðar við sjálft grínið, en slíkt er einmitt algengt í góðum gamansögum.

Í gamla daga voru oft svokölluð hirðfífl í liði konunga eða annarra höfðingja. Þau áttu að haga sér fíflalega eins og heimskingjar en oft og tíðum höfðu þau líka það hlutverk að segja höfðingjanum til syndanna með óbeinum hætti eða leiðbeina honum. Þannig var þetta í rauninni vandasamt ábyrgðarstarf þó að það liti ekki þannig út.

Nú verða sjálfsagt einhverjir lesendur fyrir vonbrigðum með það að svarið skuli vera skrifað í nokkurri alvöru. Til að bæta fyrir þetta setjum við hérna undir lokin eina stutta sögu sem við áttum í fórum okkar í svari um hlátur:
Af hverju opna Hafnfirðingar alltaf mjólkurfernur úti í búð?
Vegna þess að það stendur „Opnist hér“ á þeim.
Og svo er hér önnur saga sem við fundum á vefnum:
Einu sinni var hafnfirskur vísindamaður að gera eldflaug til að senda til sólarinnar. Annar vísindamaður gekk framhjá og sagði:

„Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum.“

„Ofsalega geturðu verið vitlaus,“ sagði Hafnfirðingurinn, „ég sendi hana auðvitað að næturlagi."
En stutta svarið við spurningunni er að sjálfsögðu það að Hafnfirðingar eru alls ekki heimskari en annað fólk!


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....