Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:20 í Reykjavík

Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?

MBS

Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g.

Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað snemmkomið fósturlát. Talað er um síðkomið fósturlát þegar komið er fram í 12.-22. viku.

Aukin hætta er á fósturláti eftir því sem móðirin er eldri, en þó getur hent allar konur að missa fóstur. Talið er að 10-20% allra þungana endi í fósturmissi, en þessar tölur eru þó eitthvað á reiki. Þetta þýðir þó að 1 af hverjum 10 eða jafnvel 1 af hverjum 5 þungunum endi með fósturláti.

Hér á Íslandi fæðast um 4000 börn á ári og því má gera ráð fyrir að fósturlát séu að minnsta kosti 400 og allt upp í 800 ár hvert.

Á ljosmodir.is má finna góðar upplýsingar um fósturlát og hvernig takast á við missinn. Einnig er góðar upplýsingar að finna á doktor.is. Við bendum einnig sérstaklega á upplýsingarit Landsspítalans um fósturlát sem má finna hér.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

11.10.2006

Spyrjandi

Heiðrún Sæmundsdóttir, f. 1994

Tilvísun

MBS. „Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 11. október 2006. Sótt 30. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6299.

MBS. (2006, 11. október). Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6299

MBS. „Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2006. Vefsíða. 30. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6299>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?
Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g.

Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað snemmkomið fósturlát. Talað er um síðkomið fósturlát þegar komið er fram í 12.-22. viku.

Aukin hætta er á fósturláti eftir því sem móðirin er eldri, en þó getur hent allar konur að missa fóstur. Talið er að 10-20% allra þungana endi í fósturmissi, en þessar tölur eru þó eitthvað á reiki. Þetta þýðir þó að 1 af hverjum 10 eða jafnvel 1 af hverjum 5 þungunum endi með fósturláti.

Hér á Íslandi fæðast um 4000 börn á ári og því má gera ráð fyrir að fósturlát séu að minnsta kosti 400 og allt upp í 800 ár hvert.

Á ljosmodir.is má finna góðar upplýsingar um fósturlát og hvernig takast á við missinn. Einnig er góðar upplýsingar að finna á doktor.is. Við bendum einnig sérstaklega á upplýsingarit Landsspítalans um fósturlát sem má finna hér.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....