Ég hef heyrt (frá óvísindalegum heimildum reyndar) því haldið fram að hann hefði sofnað þessum áratugasvefni sínum vegna uppsafnaðra steinefna í brunninum sem yllu því að hann gæti ekki ,,ofurhitnað.'' Mér þykir erfitt að skilja hvernig jarðskjálftar gætu breytt því -- eða er þetta kannski alröng skýring?Á undan jarðskjálftum hleðst upp spenna í jarðskorpunni svipað og þegar við sveigjum bambusstöng. Skjálftinn verður síðan við það að skorpan springur skyndilega, oftast á einum stað í fyrstu en bylgjan þaðan veldur svo sprungum annars staðar í kring. Talið er að jarðhræringarnar sem orðið hafa að undanförnu hafi með þessum hætti létt þrýstingi af jarðhitasvæðinu við Geysi og opnað brot og glufur í berginu þannig að greiðara rennsli verður fyrir heitt vatn, meðal annars í Geysi. Við slík átök geta aðrar glufur einnig orðið undir í baráttunni og lokast.
Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?
Útgáfudagur
11.7.2000
Spyrjandi
Gunnlaugur Þór Briem
Tilvísun
HT. „Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi? “ Vísindavefurinn, 11. júlí 2000. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=630.
HT. (2000, 11. júlí). Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=630
HT. „Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi? “ Vísindavefurinn. 11. júl. 2000. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=630>.