Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er erfitt að svara því af hverju fyrsti maðurinn og fyrsta konan samkvæmt sköpunarsögu Bíblíunnar hétu Adam og Eva.

Í Íslenskri orðsifjabók segir að Adam komi úr hebresku og merki maður en að aðrir telji að það merki 'hinn rauðleiti'. Í sömu bók segir að uppruni nafns Evu sé óviss en það sé úr hebresku og merki ef til vill 'hin líffrjóa.'

Sköpunarsagan snýst reyndar að ýmsu leyti um það að gefa hlutum og fyrirbærum nafn enda á það vel við þegar verið er að skapa eitthvað nýtt.

Þegar Adam og Eva koma fyrst til sögunnar eru þau bara nefnd maður og kona (1. Mósebók 1:27). Adam fær að nefna öll dýrin en er þá sjálfur enn nafnlaus:
Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinn öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins og lét þau koma fyrir manninn til þess að sjá, hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldi vera nafn þeirra. (1. Mósebók 2:19)

Málverkið Adam og Eva í Paradís frá um það bil 1655 eftir David Teniers yngri.

Eva hlýtur nafn sitt eftir að hafa etið af skilningstrénu og það er Adam sem gefur henni nafn:
Og maðurinn nefndi konu sína Evu, því að hún varð móðir allra, sem lifa. (1. Mósebók 3:20)

Um nafngjöf Adams er hins vegar ekkert sagt í Biblíunni. Hvorki hvað nafn hans merkir né á hvern hátt hann fær það. Hann er einfaldlega nefndur sínu nafni þegar hann eignast sinn þriðja son með Evu, en áður höfðu þau eignast Kain og Abel:
Og Adam kenndi enn að nýju konu sinnar, og hún ól son og kallaði hann Set. ,,Því að nú hefir Guð,`` kvað hún, ,,gefið mér annað afkvæmi í stað Abels, þar eð Kain drap hann.`` (1. Mósebók 4:25)

Að þessu leyti svipar Adam til Guðs sem kemur án allra útskýringa fyrir í fyrstu línu Biblíunnar: "Í upphafi skapaði Guð himin og jörð." (1. Mósebók 1:1)

Heimild: Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.10.2006

Síðast uppfært

10.7.2018

Spyrjandi

Ágúst Bjarki Davíðsson, f. 1994

Efnisorð

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?“ Vísindavefurinn, 11. október 2006, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6305.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2006, 11. október). Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6305

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2006. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6305>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?
Það er erfitt að svara því af hverju fyrsti maðurinn og fyrsta konan samkvæmt sköpunarsögu Bíblíunnar hétu Adam og Eva.

Í Íslenskri orðsifjabók segir að Adam komi úr hebresku og merki maður en að aðrir telji að það merki 'hinn rauðleiti'. Í sömu bók segir að uppruni nafns Evu sé óviss en það sé úr hebresku og merki ef til vill 'hin líffrjóa.'

Sköpunarsagan snýst reyndar að ýmsu leyti um það að gefa hlutum og fyrirbærum nafn enda á það vel við þegar verið er að skapa eitthvað nýtt.

Þegar Adam og Eva koma fyrst til sögunnar eru þau bara nefnd maður og kona (1. Mósebók 1:27). Adam fær að nefna öll dýrin en er þá sjálfur enn nafnlaus:
Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinn öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins og lét þau koma fyrir manninn til þess að sjá, hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldi vera nafn þeirra. (1. Mósebók 2:19)

Málverkið Adam og Eva í Paradís frá um það bil 1655 eftir David Teniers yngri.

Eva hlýtur nafn sitt eftir að hafa etið af skilningstrénu og það er Adam sem gefur henni nafn:
Og maðurinn nefndi konu sína Evu, því að hún varð móðir allra, sem lifa. (1. Mósebók 3:20)

Um nafngjöf Adams er hins vegar ekkert sagt í Biblíunni. Hvorki hvað nafn hans merkir né á hvern hátt hann fær það. Hann er einfaldlega nefndur sínu nafni þegar hann eignast sinn þriðja son með Evu, en áður höfðu þau eignast Kain og Abel:
Og Adam kenndi enn að nýju konu sinnar, og hún ól son og kallaði hann Set. ,,Því að nú hefir Guð,`` kvað hún, ,,gefið mér annað afkvæmi í stað Abels, þar eð Kain drap hann.`` (1. Mósebók 4:25)

Að þessu leyti svipar Adam til Guðs sem kemur án allra útskýringa fyrir í fyrstu línu Biblíunnar: "Í upphafi skapaði Guð himin og jörð." (1. Mósebók 1:1)

Heimild: Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Mynd:...