Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?

MBS

Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, mjólkurprótínóþol og aðra ferla.

Mjólkurofnæmi

Mjólkurofnæmi er þegar líkami fólks sýnir ofnæmisviðbrögð gegn ákveðnum prótínum í mjólkinni. Ónæmiskerfi líkamans ræðst þá gegn þessum prótínum líkt og þau væru óvinveitt. Nánar má lesa um ofnæmi í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi?

Ýmis einkenni geta fylgt mjólkurofnæmi og eru þau mjög einstaklingsbundin, en algengustu einkennin eru húðútbrot. Um helmingur fólks fær ristilbólgu ásamt niðurgangi og uppköstum. Einnig geta orðið blæðingar í meltingarvegi og blóðtap með hægðum. Öndunarerfiðleikar, slím í öndunarfærum auk exems geta einnig komið fram. Mjólkurofnæmi er ekki algengt, en talið er að tíðni þess sé um 2-5% í flestum löndum.

Mjólkuróþol

Þar sem mjólkuróþol er samheiti fyrir nokkra þætti gildir ekki það sama um þá sem hafa slíkt óþol. Þeir sem hafa mjólkurprótínóþol þola til að mynda ekki mjólkursykurfría mjólk, sem einnig er nefnd laktósafrí mjólk.

Fólk með mjólkursykuróþol þolir illa mjólkursykur eða laktósa. Þetta stafar af minnkaðri virkni eða skorti á ákveðnu ensími, laktasa, sem sér um niðurbrot mjólkursykursins. Þetta veldur því að mjólkursykurinn getur ekki sogast inn í blóðið frá þörmunum og binst þess í stað vatni. Mjólkursykurinn fer því áfram niður í ristil þar sem bakteríur geta nýtt sér hann. Þetta getur valdið niðurgangi, vindgangi og kviðverkjum.

Tíðni mjólkuróþols er mismunandi eftir heimsálfum, en stærstur hluti fullorðins fólks í heiminum þolir illa eða alls ekki mjólkurvörur. Í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku er hlutfall fólks með mjólkuróþol nálægt 100%, en hér á Vesturlöndum eru aðeins um 10% sem þola ekki mjólkurvörur.

Frekari upplýsingar um mjólkuróþol og mjólkurofnæmi má meðal annars finna á doktor.is
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Svarið var lítillega uppfært 9.4.2021 með nýjum upplýsingum.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

11.10.2006

Síðast uppfært

9.4.2021

Spyrjandi

Heiðrún Sæmundsdóttir, f. 1994, Íris Hauksdóttir

Tilvísun

MBS. „Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?“ Vísindavefurinn, 11. október 2006, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6306.

MBS. (2006, 11. október). Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6306

MBS. „Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2006. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6306>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?
Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, mjólkurprótínóþol og aðra ferla.

Mjólkurofnæmi

Mjólkurofnæmi er þegar líkami fólks sýnir ofnæmisviðbrögð gegn ákveðnum prótínum í mjólkinni. Ónæmiskerfi líkamans ræðst þá gegn þessum prótínum líkt og þau væru óvinveitt. Nánar má lesa um ofnæmi í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi?

Ýmis einkenni geta fylgt mjólkurofnæmi og eru þau mjög einstaklingsbundin, en algengustu einkennin eru húðútbrot. Um helmingur fólks fær ristilbólgu ásamt niðurgangi og uppköstum. Einnig geta orðið blæðingar í meltingarvegi og blóðtap með hægðum. Öndunarerfiðleikar, slím í öndunarfærum auk exems geta einnig komið fram. Mjólkurofnæmi er ekki algengt, en talið er að tíðni þess sé um 2-5% í flestum löndum.

Mjólkuróþol

Þar sem mjólkuróþol er samheiti fyrir nokkra þætti gildir ekki það sama um þá sem hafa slíkt óþol. Þeir sem hafa mjólkurprótínóþol þola til að mynda ekki mjólkursykurfría mjólk, sem einnig er nefnd laktósafrí mjólk.

Fólk með mjólkursykuróþol þolir illa mjólkursykur eða laktósa. Þetta stafar af minnkaðri virkni eða skorti á ákveðnu ensími, laktasa, sem sér um niðurbrot mjólkursykursins. Þetta veldur því að mjólkursykurinn getur ekki sogast inn í blóðið frá þörmunum og binst þess í stað vatni. Mjólkursykurinn fer því áfram niður í ristil þar sem bakteríur geta nýtt sér hann. Þetta getur valdið niðurgangi, vindgangi og kviðverkjum.

Tíðni mjólkuróþols er mismunandi eftir heimsálfum, en stærstur hluti fullorðins fólks í heiminum þolir illa eða alls ekki mjólkurvörur. Í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku er hlutfall fólks með mjólkuróþol nálægt 100%, en hér á Vesturlöndum eru aðeins um 10% sem þola ekki mjólkurvörur.

Frekari upplýsingar um mjólkuróþol og mjólkurofnæmi má meðal annars finna á doktor.is
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Svarið var lítillega uppfært 9.4.2021 með nýjum upplýsingum....