Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þessum stað en hún er venjulega samlit húðinni og sést því ekki. Þessi rönd kallast linea alba eða hvít lína og er staðsett á milli kviðvöðvanna.

Dökka röndin kemur oftast fram á öðrum þriðjungi meðgöngu og stafar af því að litfrumur í húðinni á milli kviðvöðvanna mynda óvenjumikið af litarefninu melaníni. Meðgönguhormónin hafa þessi áhrif á litfrumurnar og valda því einnig að vöðvarnir gliðna svolítið í sundur til þess að þeir gefi eftir fyrir vaxandi fóstrið. Þessi áhrif hormónanna á litfrumur kallast oflitun (e. hyperpigmentation). Oflitun er ekki bundin við kviðinn heldur dökkna öll lituð svæði á húðinni á meðgöngu, svo sem freknur, fæðingarblettir, geirvörtur og vörtubaugar. Geirvörtur og vörtubaugar dökkna oft varanlega þótt liturinn dofni nokkuð að meðgöngu lokinni.

Dökka röndin er greinilegri hjá konum með dökka húð en ljósa. Hún dofnar eftir fæðingu og er oftast horfin eftir hálft ár. Ýmislegt bendir til þess að taki kona fólínsýru á meðgöngu verði þessi oflitun minni.

Til eru gamlar sagnir um að kyn barnsins tengist dökku röndinni. Sagt var að ef engin rönd kæmi fram á meðgöngu þá væri barnið stúlka en drengur ef rönd sæist. Einnig var sagt að ef röndin næði aðeins upp að nafla væri barnið stúlka, en ef hún næði upp að bringuspölum væri það drengur. Það kemur þó líklega ekki á óvart að í reynd eru engin tengsl á milli dökku randarinnar og kyns barnsins.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2006

Spyrjandi

Elva Borg

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum? “ Vísindavefurinn, 17. október 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6316.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 17. október). Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6316

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum? “ Vísindavefurinn. 17. okt. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6316>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?
Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þessum stað en hún er venjulega samlit húðinni og sést því ekki. Þessi rönd kallast linea alba eða hvít lína og er staðsett á milli kviðvöðvanna.

Dökka röndin kemur oftast fram á öðrum þriðjungi meðgöngu og stafar af því að litfrumur í húðinni á milli kviðvöðvanna mynda óvenjumikið af litarefninu melaníni. Meðgönguhormónin hafa þessi áhrif á litfrumurnar og valda því einnig að vöðvarnir gliðna svolítið í sundur til þess að þeir gefi eftir fyrir vaxandi fóstrið. Þessi áhrif hormónanna á litfrumur kallast oflitun (e. hyperpigmentation). Oflitun er ekki bundin við kviðinn heldur dökkna öll lituð svæði á húðinni á meðgöngu, svo sem freknur, fæðingarblettir, geirvörtur og vörtubaugar. Geirvörtur og vörtubaugar dökkna oft varanlega þótt liturinn dofni nokkuð að meðgöngu lokinni.

Dökka röndin er greinilegri hjá konum með dökka húð en ljósa. Hún dofnar eftir fæðingu og er oftast horfin eftir hálft ár. Ýmislegt bendir til þess að taki kona fólínsýru á meðgöngu verði þessi oflitun minni.

Til eru gamlar sagnir um að kyn barnsins tengist dökku röndinni. Sagt var að ef engin rönd kæmi fram á meðgöngu þá væri barnið stúlka en drengur ef rönd sæist. Einnig var sagt að ef röndin næði aðeins upp að nafla væri barnið stúlka, en ef hún næði upp að bringuspölum væri það drengur. Það kemur þó líklega ekki á óvart að í reynd eru engin tengsl á milli dökku randarinnar og kyns barnsins.

Heimildir og mynd:...