Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðatiltækið "þar lágu Danir í því"?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið þar (eða ) lágu Danir í því virðist ekki mjög gamalt í málinu en er vel þekkt í nútímamáli. Það er notað í merkingunni ‘þar fór nú illa, þarna beið einhver lægri hlut’ og er þá ekki sérstaklega átt við Dani. Ekki er, svo þekkt sé, til saga sem lýsir atburðinum sem vísað er til og Danir koma við sögu en ekki er ólíklegt að orðasambandið hafi þannig komist á kreik.Ekki er vitað hvernig Danir tengjast orðasambandinu að liggja í því. Af myndinni að dæma er ekki verið að vísa til knattspyrnulandsliðs þeirra sem hér er ákaft fagnað.

Sagnarsambandið að liggja í því í merkingunni ‘bíða ósigur, verða undir’ er vel þekkt í málinu. ,,Þar lá hann í því“ er sagt um þann sem fór illa út úr viðureign eða beið lægri hlut í einhverju svo sem skoðanaskiptum eða kappræðum. Orðasambandið er oftast notað í léttum tón og sama á við um þar lágu Danir í því.

Mynd: Udenrigsministeriet

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.10.2006

Spyrjandi

Þóra Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið "þar lágu Danir í því"?“ Vísindavefurinn, 19. október 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6323.

Guðrún Kvaran. (2006, 19. október). Hvaðan kemur orðatiltækið "þar lágu Danir í því"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6323

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið "þar lágu Danir í því"?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6323>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið "þar lágu Danir í því"?
Orðasambandið þar (eða ) lágu Danir í því virðist ekki mjög gamalt í málinu en er vel þekkt í nútímamáli. Það er notað í merkingunni ‘þar fór nú illa, þarna beið einhver lægri hlut’ og er þá ekki sérstaklega átt við Dani. Ekki er, svo þekkt sé, til saga sem lýsir atburðinum sem vísað er til og Danir koma við sögu en ekki er ólíklegt að orðasambandið hafi þannig komist á kreik.Ekki er vitað hvernig Danir tengjast orðasambandinu að liggja í því. Af myndinni að dæma er ekki verið að vísa til knattspyrnulandsliðs þeirra sem hér er ákaft fagnað.

Sagnarsambandið að liggja í því í merkingunni ‘bíða ósigur, verða undir’ er vel þekkt í málinu. ,,Þar lá hann í því“ er sagt um þann sem fór illa út úr viðureign eða beið lægri hlut í einhverju svo sem skoðanaskiptum eða kappræðum. Orðasambandið er oftast notað í léttum tón og sama á við um þar lágu Danir í því.

Mynd: Udenrigsministeriet

...