Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs?

Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði einnig merkinguna ‘töfra, magna’.

Forliðurinn lýsir einhverju sem er mikið (samanber merkinguna ‘töfra, magna’) sem sjá má í orðunum ginnregin sem notað var um hin helgu goð til forna og ginngjald ‘afar hátt verð’.Iðunn útdeilir eplum sínum. Fornu goðin voru sögð ginnheilög í merkingunni mjög heilög.

Sama á við um lýsingarorðin ginnheilagur ‘mjög heilagur’ sem í Völuspá er notað sem lýsing á goðunum (ginnheilög goð), ginnkeyptur ‘ákafur í að kaupa e-ð, sólginn í e-ð’ og ginnhvítur sem merkir ‘mjallahvítur’.

Mynd: Norse mythology á Wikipedia, the free encyclopedia

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.10.2006

Spyrjandi

Lilja Gunnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?“ Vísindavefurinn, 20. október 2006, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6325.

Guðrún Kvaran. (2006, 20. október). Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6325

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2006. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6325>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs?

Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði einnig merkinguna ‘töfra, magna’.

Forliðurinn lýsir einhverju sem er mikið (samanber merkinguna ‘töfra, magna’) sem sjá má í orðunum ginnregin sem notað var um hin helgu goð til forna og ginngjald ‘afar hátt verð’.Iðunn útdeilir eplum sínum. Fornu goðin voru sögð ginnheilög í merkingunni mjög heilög.

Sama á við um lýsingarorðin ginnheilagur ‘mjög heilagur’ sem í Völuspá er notað sem lýsing á goðunum (ginnheilög goð), ginnkeyptur ‘ákafur í að kaupa e-ð, sólginn í e-ð’ og ginnhvítur sem merkir ‘mjallahvítur’.

Mynd: Norse mythology á Wikipedia, the free encyclopedia

...