Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið að laumupokast?

Sögnin að læðupokast er notuð um að fara laumulega og hljóðlega, læðast, laumast. Sögnin að laumupokast er notuð í sömu merkingu en er ekki eins algeng. Læðupoki er þá ‛sá sem læðist’ og laumupoki ‛sá sem læðist, aðhefst eitthvað í pukri’. Orðið á sjálfsagt rætur að rekja til þess að oft stinga menn í poka því sem ekki má sjást og læðast með hann laumulega.

Þar sem óheimilt er að drepa æðarfugl var stundum farið með hann laumulega í land þegar hann festist í neti og drapst.

Eins og flestir vita er óheimilt að drepa æðarfugl. Stundum kemur þó fyrir að fuglinn festist í neti og drepst. Áður fyrr þótti ekki rétt að henda ætum bita og var fuglinn því oft settur í poka og farið laumulega með hann í land, laumu- eða læðupokast með hann. Fuglinn fékk af þessu ýmis nöfn og er eitt þeirra pokaönd en annað pokafiskur. Fiskur var yfirleitt ekki settur í poka og vissu menn að þarna væri verið að laumast með eitthvað annað sem ekki mátti líta dagsins ljós.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvaðan kemur orðið að laumupokast? Hvert er nafnorðið sem dregið er af sögninni að laumupokast?

Útgáfudagur

28.11.2012

Spyrjandi

Óskar Helgi Adamsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið að laumupokast?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2012. Sótt 25. febrúar 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=63275.

Guðrún Kvaran. (2012, 28. nóvember). Hvaðan kemur orðið að laumupokast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63275

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið að laumupokast?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2012. Vefsíða. 25. feb. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63275>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Tölvupóstur

Svonefnt ARPANET er fyrrirrennari Internetsins. Það tengdi í upphafi saman þrjá bandaríska háskóla og eina rannsóknastofnun. Árið 1971 tengdi ARPANET saman 15 stofnanir og sama ár var fyrsti tölvupósturinn sendur innan þess. @-merkið kom til sögunnar árið 1972. Árið 1973 fólst 75% af notkun ARPANETs í sendingum á tölvupósti.