Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur baskneska?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild hljóðaði svona:
Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum?

Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar sjálfir kalla mál sitt euskara, uskara eða eskuara. Mállýskur eru taldar átta en lítill munur mun vera á þeim.

Sumir fræðimenn hafa reynt að tengja basknesku kákasískum málum en sú hugmynd er afar umdeild. Aðrir hafa giskað á að Baskar séu afkomendur Íbera en þeir tilheyrðu fornum þjóðflokki sem byggði einkum Pýreneaskagann. Íberar blönduðust síðar Keltum og Rómverjum. Þeir sem hallast að Íberakenningunni telja sig finna tengsl við keltnesku. Þessi kenning þykir einnig vafasöm.

Enn ein kenningin er að baskneskan sé runnin frá málum Akvítana en þeir byggðu landsvæðið milli árinnar Garonne, Pýreneafjalla og Atlantshafs á dögum Rómverjar. Virðist hún hafa nokkurt fylgi en er þó enn ósönnuð.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Mynd: Kortagrunnur fenginn af: University of Minnesota Duluth: Cultural Anthropology, íslenskur texti settur inn á Vísindavefnum.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.10.2006

Spyrjandi

Anna María Tómasdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur baskneska?“ Vísindavefurinn, 26. október 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6338.

Guðrún Kvaran. (2006, 26. október). Hvaðan kemur baskneska? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6338

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur baskneska?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6338>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur baskneska?
Spurningin í heild hljóðaði svona:

Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum?

Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar sjálfir kalla mál sitt euskara, uskara eða eskuara. Mállýskur eru taldar átta en lítill munur mun vera á þeim.

Sumir fræðimenn hafa reynt að tengja basknesku kákasískum málum en sú hugmynd er afar umdeild. Aðrir hafa giskað á að Baskar séu afkomendur Íbera en þeir tilheyrðu fornum þjóðflokki sem byggði einkum Pýreneaskagann. Íberar blönduðust síðar Keltum og Rómverjum. Þeir sem hallast að Íberakenningunni telja sig finna tengsl við keltnesku. Þessi kenning þykir einnig vafasöm.

Enn ein kenningin er að baskneskan sé runnin frá málum Akvítana en þeir byggðu landsvæðið milli árinnar Garonne, Pýreneafjalla og Atlantshafs á dögum Rómverjar. Virðist hún hafa nokkurt fylgi en er þó enn ósönnuð.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Mynd: Kortagrunnur fenginn af: University of Minnesota Duluth: Cultural Anthropology, íslenskur texti settur inn á Vísindavefnum. ...