Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:06 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:53 • Síðdegis: 18:06 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er „hjá-“ í „hjátrú“ skylt „hjá“ í merkingunni „nálægt“?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er „hjá-“ í orðum eins og hjátrú og hjárænulegur skylt orðinu „hjá“ í merkingunni „nálægt“ eða í merkingunni „á vegum“?
Hjá- í hjátrú og hjárænulegur er forsetningin hjá notuð sem forskeyti. Það er notað um það sem er við hliðina á grunnorðinu og fær stundum andstæða merkingu.

Orðið ræna merkir til dæmis ‘skynsemi, meðvitund’ en hjáræna merkir ‘sérviska’ en einnig ‘sauðarháttur’ og hjárænulegur maður er sauðarlegur maður. Trú er meðal annars notað um trúarbrögð en hjátrú er fremur trú á tilvist þess sem brýtur í bága við heimsskoðun samtímans. Bragð er af mat en hjábragð er notað um aukakeim af mat sem ekki á að vera, hjábarn einhvers er óskilgetið barn hans, hjáfræði eru óhefðbundin vísindi og hjáleið í umferðinni er vegur eða leið sem notuð er til bráðabirgða og svo framvegis. Öll lýsa þessi orð einhverju sem ekki kemur fyllilega heim og saman við grunnorðið.Við vegaframkvæmdir þarf oft að fara hjáleið.

Forsetningin hjá er að uppruna til fornt þágufall eða staðarfall af *hiwa- ‘heimilisfólk’ og í hjá merkti upphaflega ‘með heimilisfólki’.

Mynd: The Independent Lordsburg Liberal

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.10.2006

Spyrjandi

Gunnlaugur Þór Briem

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er „hjá-“ í „hjátrú“ skylt „hjá“ í merkingunni „nálægt“?“ Vísindavefurinn, 27. október 2006. Sótt 29. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6341.

Guðrún Kvaran. (2006, 27. október). Er „hjá-“ í „hjátrú“ skylt „hjá“ í merkingunni „nálægt“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6341

Guðrún Kvaran. „Er „hjá-“ í „hjátrú“ skylt „hjá“ í merkingunni „nálægt“?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2006. Vefsíða. 29. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6341>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er „hjá-“ í „hjátrú“ skylt „hjá“ í merkingunni „nálægt“?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er „hjá-“ í orðum eins og hjátrú og hjárænulegur skylt orðinu „hjá“ í merkingunni „nálægt“ eða í merkingunni „á vegum“?
Hjá- í hjátrú og hjárænulegur er forsetningin hjá notuð sem forskeyti. Það er notað um það sem er við hliðina á grunnorðinu og fær stundum andstæða merkingu.

Orðið ræna merkir til dæmis ‘skynsemi, meðvitund’ en hjáræna merkir ‘sérviska’ en einnig ‘sauðarháttur’ og hjárænulegur maður er sauðarlegur maður. Trú er meðal annars notað um trúarbrögð en hjátrú er fremur trú á tilvist þess sem brýtur í bága við heimsskoðun samtímans. Bragð er af mat en hjábragð er notað um aukakeim af mat sem ekki á að vera, hjábarn einhvers er óskilgetið barn hans, hjáfræði eru óhefðbundin vísindi og hjáleið í umferðinni er vegur eða leið sem notuð er til bráðabirgða og svo framvegis. Öll lýsa þessi orð einhverju sem ekki kemur fyllilega heim og saman við grunnorðið.Við vegaframkvæmdir þarf oft að fara hjáleið.

Forsetningin hjá er að uppruna til fornt þágufall eða staðarfall af *hiwa- ‘heimilisfólk’ og í hjá merkti upphaflega ‘með heimilisfólki’.

Mynd: The Independent Lordsburg Liberal...