Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hversu gamalt er og hvað merkir orðið gyðingur? Er samsvarandi orð um júða til í öðrum tungumálum? Geri ráð fyrir að orðið júði samsvari jew eða Jude.

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvers vegna er orðið júði niðrandi? Í dönsku og þýsku eru notuð nauðalík orð um gyðinga sem ekki eru niðrandi.

Júði ‘gyðingur’ er tökuorð í íslensku ættað úr miðlágþýsku, jude, jode, jodde. Það orð er aftur fengið úr latínu jūdaeus sem komið er úr hebresku Jehūdî ‘maður af Júdaættkvísl’. Í dönsku er orðið jøde, í þýsku Jude, í ensku jew og eiga þau öll sama upprunann.

Neikvæða merkingin í júði á líklegast rætur að rekja til þess að gyðingar sem stunduðu viðskipti víða um heim á síðari öldum, þóttu erfiðir viðfangs, nískir okurkarlar og efnuðust oft vel. Þetta litu aðrir hornauga og farið var að nota jew, jøde, júði í neikvæðum tón um kaupsýslumenn af gyðingaættum. Hin neikvæða merking sem Jude fékk í Þýskalandi á árunum milli stríða og í síðari heimsstyrjöldinni er af öðrum toga og var tímabundin. Hún náði yfir allt fólk af gyðingaættum, ekki aðeins kaupsýslumenn.



Hér sjást krossfarar sveifla sverðum yfir gyðingum. Myndin er úr franskri Biblíu frá miðri 13. öld.

Bæði orðin júði og gyðingur koma fyrir í fornu máli. Gyðingur er eiginlega norræn ummyndun á latínu jūdaeus þannig að nafnið var tengt orðinu guð. Gyðingur merkti því í raun upphaflega sama og júði. Samkvæmt Gamla testamentinu voru Ísraelsmenn yfirleitt nefndir Gyðingar eftir herleiðinguna til Babýlon en í Nýja testamentinu er orðið oft notað yfir þá sem fylgdu hinni gyðinglegu trú til aðgreiningar frá heiðingjunum.

Samkvæmt ritreglum Íslenskrar málstöðvar ber að rita 'gyðingur' með litlum staf þegar átt er við þjóðflokkinn eða trúarhópinn en 'Gyðingur' með stórum staf þegar átt er við Gyðinga sem þjóð, til dæmis íbúa tiltekins lands eða ríkis eins og Gyðingalands til forna eða meirihluta íbúa Ísraelsríkis nú á dögum. Þetta getur þess vegna farið eftir því hvernig sá sem heldur á pennanum lítur á viðfangsefni sitt.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.

Mynd: Wikipedia.org

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.10.2006

Spyrjandi

Lárus Ólafsson
Davíð Páll Jónsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það?“ Vísindavefurinn, 30. október 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6345.

Guðrún Kvaran. (2006, 30. október). Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6345

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6345>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hversu gamalt er og hvað merkir orðið gyðingur? Er samsvarandi orð um júða til í öðrum tungumálum? Geri ráð fyrir að orðið júði samsvari jew eða Jude.

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvers vegna er orðið júði niðrandi? Í dönsku og þýsku eru notuð nauðalík orð um gyðinga sem ekki eru niðrandi.

Júði ‘gyðingur’ er tökuorð í íslensku ættað úr miðlágþýsku, jude, jode, jodde. Það orð er aftur fengið úr latínu jūdaeus sem komið er úr hebresku Jehūdî ‘maður af Júdaættkvísl’. Í dönsku er orðið jøde, í þýsku Jude, í ensku jew og eiga þau öll sama upprunann.

Neikvæða merkingin í júði á líklegast rætur að rekja til þess að gyðingar sem stunduðu viðskipti víða um heim á síðari öldum, þóttu erfiðir viðfangs, nískir okurkarlar og efnuðust oft vel. Þetta litu aðrir hornauga og farið var að nota jew, jøde, júði í neikvæðum tón um kaupsýslumenn af gyðingaættum. Hin neikvæða merking sem Jude fékk í Þýskalandi á árunum milli stríða og í síðari heimsstyrjöldinni er af öðrum toga og var tímabundin. Hún náði yfir allt fólk af gyðingaættum, ekki aðeins kaupsýslumenn.



Hér sjást krossfarar sveifla sverðum yfir gyðingum. Myndin er úr franskri Biblíu frá miðri 13. öld.

Bæði orðin júði og gyðingur koma fyrir í fornu máli. Gyðingur er eiginlega norræn ummyndun á latínu jūdaeus þannig að nafnið var tengt orðinu guð. Gyðingur merkti því í raun upphaflega sama og júði. Samkvæmt Gamla testamentinu voru Ísraelsmenn yfirleitt nefndir Gyðingar eftir herleiðinguna til Babýlon en í Nýja testamentinu er orðið oft notað yfir þá sem fylgdu hinni gyðinglegu trú til aðgreiningar frá heiðingjunum.

Samkvæmt ritreglum Íslenskrar málstöðvar ber að rita 'gyðingur' með litlum staf þegar átt er við þjóðflokkinn eða trúarhópinn en 'Gyðingur' með stórum staf þegar átt er við Gyðinga sem þjóð, til dæmis íbúa tiltekins lands eða ríkis eins og Gyðingalands til forna eða meirihluta íbúa Ísraelsríkis nú á dögum. Þetta getur þess vegna farið eftir því hvernig sá sem heldur á pennanum lítur á viðfangsefni sitt.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.

Mynd: Wikipedia.org...