Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir?

Svavar Sigmundsson

Bærinn Hænuvík er í Rauðasandshreppi hinum forna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið Hænuvík kemur fyrir í Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 (Íslenzkt fornbréfasafn XII, 13). Sama nafnmynd er í fornbréfum á tímabilinu frá 1405-1553, en í manntalinu 1703 er bærinn nefndur Hænivík (Manntal, 178).

Hænuvík í Rauðasandshreppi.

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er hann nefndur Hænuvík (VI, 317), eins og í öðrum jarðabókum, bæði eldri og yngri. Engar heimildir eru fyrir þeirri sögn að nafnið hafi upphaflega verið Hænisvík og líklegt að Hænivík sé ritvilla (Sigurjón Bjarnason, 5).

Hænir er nafn á einum af hinum fornu Ásum.

Heimildir og mynd:
  • Íslenzkt fornbréfasafn I-XVI. Kmh./Rvk. 1857-1972.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. VI. bindi. Kmh. 1938.
  • Manntal á Íslandi árið 1703. Rvk. 1924-1947.
  • Sigurjón Bjarnason. Örnefnalýsing. Hænuvík í Rauðasandshreppi. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 18. 1. 2013).

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

20.2.2013

Spyrjandi

Ásgeir Hjálmar Sigurðsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2013. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=63455.

Svavar Sigmundsson. (2013, 20. febrúar). Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63455

Svavar Sigmundsson. „Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2013. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63455>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir?
Bærinn Hænuvík er í Rauðasandshreppi hinum forna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið Hænuvík kemur fyrir í Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 (Íslenzkt fornbréfasafn XII, 13). Sama nafnmynd er í fornbréfum á tímabilinu frá 1405-1553, en í manntalinu 1703 er bærinn nefndur Hænivík (Manntal, 178).

Hænuvík í Rauðasandshreppi.

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er hann nefndur Hænuvík (VI, 317), eins og í öðrum jarðabókum, bæði eldri og yngri. Engar heimildir eru fyrir þeirri sögn að nafnið hafi upphaflega verið Hænisvík og líklegt að Hænivík sé ritvilla (Sigurjón Bjarnason, 5).

Hænir er nafn á einum af hinum fornu Ásum.

Heimildir og mynd:
  • Íslenzkt fornbréfasafn I-XVI. Kmh./Rvk. 1857-1972.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. VI. bindi. Kmh. 1938.
  • Manntal á Íslandi árið 1703. Rvk. 1924-1947.
  • Sigurjón Bjarnason. Örnefnalýsing. Hænuvík í Rauðasandshreppi. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 18. 1. 2013).
...