Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikið af fiski éta hvalir?

Jakob Jakobsson (1931-2020)

Spurningin í heild var svohljóðandi:
Hversu mikinn fisk er talið að hvalir hafi étið á ári áður en þeir voru friðaðir og hversu mikið er talið að þeir éti nú?
Erfitt er að meta fæðunám hvala þar sem oft er mikil óvissa um fæðuval, orkuþörf og stofnstærðir. Stofnstærðir hvala eru metnar út frá talningum og getur matið á stofnstærð legið á nokkuð víðu bili sem aftur þýðir að mat á áti hvalanna er einnig á víðu bili. Þetta leiðir af sér að mjög erfitt er að áætla áhrif hvalveiða á át hvalastofna.

Hvalveiðar hafa fyrst og fremst beinst að skíðishvölum eins og langreyði, sandreyði og steypireyði en minna að tannhvölum. Skíðishvalir éta fyrst og fremst átu (smásæ krabbadýr) en tannhvalir éta að mestu leyti fisk. Mismunandi er eftir tegundum skíðishvala hversu stórt hlutfall af fæðu þeirra er áta. Þannig éta steypireyður og sandreyður fyrst og fremst átu en allt að helmingur af fæðu hrefnu virðist vera fiskmeti. Hvalir éta því fisk en eru einnig að einhverju leyti í samkeppni við fiskinn um fæðu, þar sem margar fisktegundir reiða sig á átu sem fæðu.

Í raun og veru er ekki hægt að svara spurningunni þar sem tiltölulega stutt er síðan hvalveiðum var hætt en stækkun reyðarhvalastofnanna tekur hins vegar langan tíma. Hvölum virðist þó hafa fjölgað talsvert síðan veiðar lögðust af, en mjög misjafnlega eftir tegundum, og í einstaka tilvikum er fjölgunin ekki marktæk.

Áætlað hefur verið að þær 83 tegundir hvala sem finnast í heiminum éti um 300 til 500 milljón tonn af sjávarfangi árlega. Það er um það bil 3 til 5 sinnum meira en fiskveiðifloti allra landa aflar. Mestur hluti fæðu hvala er þó áta, smokkfiskur eða fisktegundir sem menn nýta ekki. Hér við land er talið að hvalir éti um 6 milljónir tonna af sjávarfangi árlega sem skiptist niður í um 4 milljónir tonna af átu og smokkfiski og 2 milljónir tonna af fiski. Hrefnan er langatkvæðamesta fiskætan en talið er að hún éti um 1 milljón tonna af fiski á ári.

Ýmsir óvissuþættir eru í þessum útreikningum og gefa þeir fyrst og fremst grófa mynd af áti hvalanna. Til samanburðar má hafa í huga að heildarafli Íslendinga er um 1,5 milljón tonna á ári.

Ekki er þó hægt að leggja að jöfnu veiðar fiskveiðiflotans og át hvala vegna þess hversu fæðukeðjan í hafinu er flókin. Þannig myndi útrýming hvala líklega ekki leiða til aukningar í afla um 2 milljónir tonna hér við land. Fjölstofnaáhrif hafa mikið að segja og til að meta hugsanleg áhrif hvalastofna á nytjastofna fiska hefur verið beitt tölfræðilíkönum sem reyna að meta fjölstofnaáhrifin. Samkvæmt niðurstöðum fjölstofnalíkans þar sem athuguð voru hugsanleg langtíma áhrif hrefnu, langreyðar og hnúfubaks á stofna þorsks, loðnu og rækju hér við land virðast hvalirnir geta haft talsverð áhrif á þorskstofninn. Þannig voru borin saman áhrifin af því að láta hvalastofnana ná hámarksstærð (engar hvalveiðar) eða að halda þeim í um 70% af hámarksstærð með hvalveiðum. Samkvæmt líkaninu minnkar þá langtíma afrakstursgeta þorskstofnsins um 20% hér við land, loðnustofnsins um 10% en rækjustofninn myndi líklega stækka eitthvað þar sem að þorskur étur mikið af rækju. Rétt er þó að benda á að margir óvissuþættir eru í líkaninu sem of langt væri að fara út í hér.

Höfundur

prófessor í fiskifræði við HÍ

Útgáfudagur

12.7.2000

Spyrjandi

Snæþór Halldórsson

Efnisorð

Tilvísun

Jakob Jakobsson (1931-2020). „Hversu mikið af fiski éta hvalir?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2000, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=635.

Jakob Jakobsson (1931-2020). (2000, 12. júlí). Hversu mikið af fiski éta hvalir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=635

Jakob Jakobsson (1931-2020). „Hversu mikið af fiski éta hvalir?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2000. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=635>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið af fiski éta hvalir?
Spurningin í heild var svohljóðandi:

Hversu mikinn fisk er talið að hvalir hafi étið á ári áður en þeir voru friðaðir og hversu mikið er talið að þeir éti nú?
Erfitt er að meta fæðunám hvala þar sem oft er mikil óvissa um fæðuval, orkuþörf og stofnstærðir. Stofnstærðir hvala eru metnar út frá talningum og getur matið á stofnstærð legið á nokkuð víðu bili sem aftur þýðir að mat á áti hvalanna er einnig á víðu bili. Þetta leiðir af sér að mjög erfitt er að áætla áhrif hvalveiða á át hvalastofna.

Hvalveiðar hafa fyrst og fremst beinst að skíðishvölum eins og langreyði, sandreyði og steypireyði en minna að tannhvölum. Skíðishvalir éta fyrst og fremst átu (smásæ krabbadýr) en tannhvalir éta að mestu leyti fisk. Mismunandi er eftir tegundum skíðishvala hversu stórt hlutfall af fæðu þeirra er áta. Þannig éta steypireyður og sandreyður fyrst og fremst átu en allt að helmingur af fæðu hrefnu virðist vera fiskmeti. Hvalir éta því fisk en eru einnig að einhverju leyti í samkeppni við fiskinn um fæðu, þar sem margar fisktegundir reiða sig á átu sem fæðu.

Í raun og veru er ekki hægt að svara spurningunni þar sem tiltölulega stutt er síðan hvalveiðum var hætt en stækkun reyðarhvalastofnanna tekur hins vegar langan tíma. Hvölum virðist þó hafa fjölgað talsvert síðan veiðar lögðust af, en mjög misjafnlega eftir tegundum, og í einstaka tilvikum er fjölgunin ekki marktæk.

Áætlað hefur verið að þær 83 tegundir hvala sem finnast í heiminum éti um 300 til 500 milljón tonn af sjávarfangi árlega. Það er um það bil 3 til 5 sinnum meira en fiskveiðifloti allra landa aflar. Mestur hluti fæðu hvala er þó áta, smokkfiskur eða fisktegundir sem menn nýta ekki. Hér við land er talið að hvalir éti um 6 milljónir tonna af sjávarfangi árlega sem skiptist niður í um 4 milljónir tonna af átu og smokkfiski og 2 milljónir tonna af fiski. Hrefnan er langatkvæðamesta fiskætan en talið er að hún éti um 1 milljón tonna af fiski á ári.

Ýmsir óvissuþættir eru í þessum útreikningum og gefa þeir fyrst og fremst grófa mynd af áti hvalanna. Til samanburðar má hafa í huga að heildarafli Íslendinga er um 1,5 milljón tonna á ári.

Ekki er þó hægt að leggja að jöfnu veiðar fiskveiðiflotans og át hvala vegna þess hversu fæðukeðjan í hafinu er flókin. Þannig myndi útrýming hvala líklega ekki leiða til aukningar í afla um 2 milljónir tonna hér við land. Fjölstofnaáhrif hafa mikið að segja og til að meta hugsanleg áhrif hvalastofna á nytjastofna fiska hefur verið beitt tölfræðilíkönum sem reyna að meta fjölstofnaáhrifin. Samkvæmt niðurstöðum fjölstofnalíkans þar sem athuguð voru hugsanleg langtíma áhrif hrefnu, langreyðar og hnúfubaks á stofna þorsks, loðnu og rækju hér við land virðast hvalirnir geta haft talsverð áhrif á þorskstofninn. Þannig voru borin saman áhrifin af því að láta hvalastofnana ná hámarksstærð (engar hvalveiðar) eða að halda þeim í um 70% af hámarksstærð með hvalveiðum. Samkvæmt líkaninu minnkar þá langtíma afrakstursgeta þorskstofnsins um 20% hér við land, loðnustofnsins um 10% en rækjustofninn myndi líklega stækka eitthvað þar sem að þorskur étur mikið af rækju. Rétt er þó að benda á að margir óvissuþættir eru í líkaninu sem of langt væri að fara út í hér.

...