Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?

Heiða María Sigurðardóttir

Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard.

Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard College, eða Harvard-framhaldsskólinn) var stofnaður árið 1636, aðeins fáum árum eftir að púrítanskir landnemar frá Englandi settust fyrst að í Massachusetts-fylki. Harvard er því elsta æðri menntastofnun Bandaríkjanna. Skólinn heitir eftir séra John Harvard sem ánafnaði skólanum einkabókasafn og helming eigna sinna. Þrátt fyrir það voru fjárráð skólans lítil fyrstu áratugina, ólíkt sambærilegum skólum í Bretlandi á þessum tíma.


Harvard-háskóli eins og hann leit út á fyrri hluta 18. aldar. Myndin er eftir William Burgis.

Elstu skilyrðin fyrir inntöku í Harvard voru að geta lesið, skrifað og þýtt upp úr latínu ásamt nokkurri kunnáttu í grískri málfræði. Fyrstu nemendunum var boðið upp á klassíska menntun í anda gömlu ensku háskólanna. Áhersla var lögð á greinar eins og rökfræði og mælskulist, siðfræði, frumspeki og tungumál eins og grísku, hebresku og latínu. Ekki var mikið um kennslu í stærðfræði og raunvísindum.

Þótt Harvard hefði ef til vill engin formleg tengsl við tiltekna trúarhópa virtist hlutverk hans þó að hluta hafa falist í því að mennta kirkjunnar menn, eða „að efla menntun og varðveita hana um komandi kynslóðir, af ótta við að annars sitji kirkjan uppi með ólæsa klerkastétt“.* Nemendur báðust fyrir á hverjum degi, heyrðu á ritningalestur og héldu hvíldardaginn heilagan.

Áhugavert er að nefna að fljótlega myndaðist sú hefð að „busa“ nýnema þar sem þeir voru látnir sinna ýmsum erindagjörðum fyrir efribekkinga, svo sem að útvega þeim brauð og bjór.

Eftir því sem tíminn leið breyttust áherslur; skólinn skildi sig sífellt meira frá kirkjunni og námsframboð varð fjölbreyttara. Á árunum kringum aldamótin 1900 voru margar nýjar yfirdeildir eða skólar stofnaðir, fjöldi nemenda og kennara óx stöðugt og fjárhagur skólans vænkaðist til muna.

Nú er svo komið að Harvard-háskóli er ein virtasta menntastofnun í heimi og trónir gjarnan á toppnum á listum yfir bestu háskóla allra landa, eins og lesa má nánar um í svari mínu við spurningunni Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám? Skólagjöldin í Harvard eru eftir því afar há og reiknast mér að gjöld fyrir eitt skólaár séu rúmar þrjár milljónir íslenskra króna (miðað við ágúst 2006) þótt ekki þurfi nemendur alltaf að standa straum að þeim kostnaði án aðstoðar. Lesa má nánar um gjöldin í ofangreindu svari.


* Þýðing mín á upphaflegum texta: „To advance Learning and perpetuate it to Posterity; dreading to leave an illiterate Ministry to the Churches.“


Heimildir og mynd:

Spyrjandi bætir við:

Hvað kostar að vera í Harvard á ári?

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

2.11.2006

Spyrjandi

Inger Eyjólfsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2006, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6355.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 2. nóvember). Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6355

Heiða María Sigurðardóttir. „Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2006. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6355>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?
Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard.

Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard College, eða Harvard-framhaldsskólinn) var stofnaður árið 1636, aðeins fáum árum eftir að púrítanskir landnemar frá Englandi settust fyrst að í Massachusetts-fylki. Harvard er því elsta æðri menntastofnun Bandaríkjanna. Skólinn heitir eftir séra John Harvard sem ánafnaði skólanum einkabókasafn og helming eigna sinna. Þrátt fyrir það voru fjárráð skólans lítil fyrstu áratugina, ólíkt sambærilegum skólum í Bretlandi á þessum tíma.


Harvard-háskóli eins og hann leit út á fyrri hluta 18. aldar. Myndin er eftir William Burgis.

Elstu skilyrðin fyrir inntöku í Harvard voru að geta lesið, skrifað og þýtt upp úr latínu ásamt nokkurri kunnáttu í grískri málfræði. Fyrstu nemendunum var boðið upp á klassíska menntun í anda gömlu ensku háskólanna. Áhersla var lögð á greinar eins og rökfræði og mælskulist, siðfræði, frumspeki og tungumál eins og grísku, hebresku og latínu. Ekki var mikið um kennslu í stærðfræði og raunvísindum.

Þótt Harvard hefði ef til vill engin formleg tengsl við tiltekna trúarhópa virtist hlutverk hans þó að hluta hafa falist í því að mennta kirkjunnar menn, eða „að efla menntun og varðveita hana um komandi kynslóðir, af ótta við að annars sitji kirkjan uppi með ólæsa klerkastétt“.* Nemendur báðust fyrir á hverjum degi, heyrðu á ritningalestur og héldu hvíldardaginn heilagan.

Áhugavert er að nefna að fljótlega myndaðist sú hefð að „busa“ nýnema þar sem þeir voru látnir sinna ýmsum erindagjörðum fyrir efribekkinga, svo sem að útvega þeim brauð og bjór.

Eftir því sem tíminn leið breyttust áherslur; skólinn skildi sig sífellt meira frá kirkjunni og námsframboð varð fjölbreyttara. Á árunum kringum aldamótin 1900 voru margar nýjar yfirdeildir eða skólar stofnaðir, fjöldi nemenda og kennara óx stöðugt og fjárhagur skólans vænkaðist til muna.

Nú er svo komið að Harvard-háskóli er ein virtasta menntastofnun í heimi og trónir gjarnan á toppnum á listum yfir bestu háskóla allra landa, eins og lesa má nánar um í svari mínu við spurningunni Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám? Skólagjöldin í Harvard eru eftir því afar há og reiknast mér að gjöld fyrir eitt skólaár séu rúmar þrjár milljónir íslenskra króna (miðað við ágúst 2006) þótt ekki þurfi nemendur alltaf að standa straum að þeim kostnaði án aðstoðar. Lesa má nánar um gjöldin í ofangreindu svari.


* Þýðing mín á upphaflegum texta: „To advance Learning and perpetuate it to Posterity; dreading to leave an illiterate Ministry to the Churches.“


Heimildir og mynd:

Spyrjandi bætir við:

Hvað kostar að vera í Harvard á ári?
...