Þar lætur hann og gera höfn þá uppi í borginni að liggja máttu í þrjú hundruð langskipa senn, svo að þau voru öll læst innan borgar. Þar var um búið með mikilli vélfimni er í var lagt inn í höfnina, og þar var sem dyr væri görvar en steinbogi mikill yfir uppi. En fyrir durunum voru járnhurðir og læstar innan úr höfninni. En á steinboganum uppi var gör kastali einn mikill og þar valslöngur í. Sumur hlutur borgarinnar stóð út á sæinn, og eru þær kallaðar sæborgir er svo eru görvar, og af því var innan borgar höfnin.[1]Jómsvíkinga saga er þó ekki áreiðanleg heimild um tilvist borgarinnar eða staðhætti og alls óvíst hvort þessi lýsing á borginni sé raunsönn. Flestar aðrar heimildir greina til dæmis frá því að Haraldur Gormsson Danakonungur hafi stofnað Jómsborg en ekki Pálna-Tóki.

Fornleifarannsóknir í borginni Wolin í Póllandi hafa leitt til þess að staðsetning hennar er almennt sett í samhengi við Jómsborg. Wolin stendur á samnefndri eyju við suðurströnd Eystrasaltsins.

Frá víkingahátíð í Wolin.
- ^ Jómsvíkinga saga. 2018. Útg. Þorleifur Hauksson og Marteinn Helgi Sigurðsson. Íslenzk fornrit 33. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 67; stafsetning hefur verið samræmd til nútímans.
- ^ Petrulevich, Alexandra. 2009. „On the Etymology of at Jómi, Jumne and Jómsborg.“ Namn och Bygd 97: 65–97.
- ^ Adam von Bremen. 1917. Hamburgische Kirchengeschichte. Útg. Bernhard Schmeidler. Hannover og Leipzig, 79.
- ^ Monumenta historica Norvegiæ: Latinske kildeskrifter til Norges historie i middelalderen. 1880. Útg. Gustav Storm. Kristjanía, 113.
- ^ Morawiec, Jakub. 2009. Vikings among the Slavs: Jomsborg and the Jomsvikings in Old Norse Tradition. Vín: Fassbaender; Duczko, W?adys?aw. 2014. „Viking-Age Wolin (Wollin) in the Norse Context of the Southern Coast of the Baltic Sea.“ Scripta Islandica 65: 143–151
- Kort: Unnið af ritstjórn Vísindavefsins - grunnur frá Google Earth.
- Flickr.com. Höfundur myndar: Mariusz Cieszewski. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial 2.0 Generic leyfi. (Sótt 31.8.2021).