Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?

HMS

Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra karlar geta lært af reynslunni eins og flestir ef ekki allir aðrir.

Það er samt svolítið til í því sem sagt er að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Heili fullorðins fólks er að öllu jöfnu ekki jafn sveigjanlegur og á barns aldri. Þannig er til dæmis margt sem bendir til þess að til sé sérstakt næmiskeið fyrir tungumálanám, aldursbil þar sem fólk er sérlega móttækilegt fyrir því að læra nýtt mál. Yfirleitt er miðað við að þessu næmiskeiði sé lokið á fullorðinsaldri, svo að fólk nær síður fullkomnum tökum á tungumáli sem það byrjar að læra á fullorðinsárum heldur en máli sem það lærir í æsku.

Þetta er samt alls ekki algilt, og nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um að með markvissum æfingum megi þjálfa fullorðið fólk til þess að þekkja sundur ný málhljóð og losa það við hreim þegar það talar erlend tungumál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

6.11.2006

Spyrjandi

Björn Benediktsson

Tilvísun

HMS. „Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6362.

HMS. (2006, 6. nóvember). Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6362

HMS. „Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6362>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?
Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra karlar geta lært af reynslunni eins og flestir ef ekki allir aðrir.

Það er samt svolítið til í því sem sagt er að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Heili fullorðins fólks er að öllu jöfnu ekki jafn sveigjanlegur og á barns aldri. Þannig er til dæmis margt sem bendir til þess að til sé sérstakt næmiskeið fyrir tungumálanám, aldursbil þar sem fólk er sérlega móttækilegt fyrir því að læra nýtt mál. Yfirleitt er miðað við að þessu næmiskeiði sé lokið á fullorðinsaldri, svo að fólk nær síður fullkomnum tökum á tungumáli sem það byrjar að læra á fullorðinsárum heldur en máli sem það lærir í æsku.

Þetta er samt alls ekki algilt, og nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um að með markvissum æfingum megi þjálfa fullorðið fólk til þess að þekkja sundur ný málhljóð og losa það við hreim þegar það talar erlend tungumál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...