Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Flugur anda líkt og allar lífverur jarðar. Í líffræði er öndun skilgreind sem efnaferlar í lifandi verum sem stuðla að losun orku með sundrun næringarefna. Líkt og næringarnám er öndun eitt af megineinkennum alls þess sem telst lifandi hér á jörðu.



Eins og aðrar lífverur anda flugur þótt loftskipti hjá þeim gerist ekki með sama hætti og hjá mönnum.

Tilgangur öndunar hjá flugum er hinn sami og hjá okkur mannfólkinu og öðrum lífverum. Þær “draga þó andann” ekki í gegnum munninn eins og við, heldur fara loftskipti fram á annan hátt.

Í stuttu máli er öndunarkerfi flugna þannig uppbyggt að loftgöt eru á búknum þar sem súrefnisríkt loft fer inn og koltvíoxíðríku lofti er skilað út. Flugur eru ekki með lungu heldur tengjast þessi loftgöt eða andop sérstökum loftæðum. Loftæðarnar eru pípur úr kítíni sem liggja frá loftgötunum, greinast um allan líkamann og færa líffærum og vefjum dýrsins súrefni.

Mynd: Brisbane Insects and Spiders Home Page

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.11.2006

Spyrjandi

Aníta Davíðsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Anda flugur?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2006, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6371.

Jón Már Halldórsson. (2006, 10. nóvember). Anda flugur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6371

Jón Már Halldórsson. „Anda flugur?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2006. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6371>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Anda flugur?
Flugur anda líkt og allar lífverur jarðar. Í líffræði er öndun skilgreind sem efnaferlar í lifandi verum sem stuðla að losun orku með sundrun næringarefna. Líkt og næringarnám er öndun eitt af megineinkennum alls þess sem telst lifandi hér á jörðu.



Eins og aðrar lífverur anda flugur þótt loftskipti hjá þeim gerist ekki með sama hætti og hjá mönnum.

Tilgangur öndunar hjá flugum er hinn sami og hjá okkur mannfólkinu og öðrum lífverum. Þær “draga þó andann” ekki í gegnum munninn eins og við, heldur fara loftskipti fram á annan hátt.

Í stuttu máli er öndunarkerfi flugna þannig uppbyggt að loftgöt eru á búknum þar sem súrefnisríkt loft fer inn og koltvíoxíðríku lofti er skilað út. Flugur eru ekki með lungu heldur tengjast þessi loftgöt eða andop sérstökum loftæðum. Loftæðarnar eru pípur úr kítíni sem liggja frá loftgötunum, greinast um allan líkamann og færa líffærum og vefjum dýrsins súrefni.

Mynd: Brisbane Insects and Spiders Home Page...